Golf

Tiger snýr aftur í næstu viku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images
Tiger Woods mun hefja keppni á nýjan leik í næstu viku eftir langa fjarveru vegna meiðsla.

Hann mun taka þátt í móti sem fer fram í Arizona í næstu viku en hann hefur ekki spilað golf síðan hann vann opna bandaríska meistaramótið í júní síðastliðnum.

Forráðamenn PGA-mótaraðarinnar staðfestu þetta í dag og lýstu yfir ánægju sinni með fréttirnar.

Á mótinu, WGC-Accenture, er leikið með útsláttarfyrirkomulagi. Woods fagnaði sigri á þessu móti í fyrra sem og á árunum 2003 og 2004.

Hann er í efsta sæti heimslistans í golfi þrátt fyrir fjarveruna og hefur því keppni gegn lægst skrifaðasta keppanda mótsins, Brendan Jones frá Ástralíu sem er í 64. sæti heimslistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×