Andri Steindórsson frá Akureyri og Elsa Guðrún Jónsdóttir frá Ólafsfirði urðu fyrstu Íslandsmeistararnir á Skíðamóti Íslands árið 2009. Bæði unnu þau á sjónarmun í sprettgöngu eftir frábæra keppni.
Í karlaflokki var Sævar Birgisson frá Ísafirði í 2. sæti og þriðji var síðan Brynjar Leó Kristinsson frá Akureyri.
Í kvennaflokki var Silja Rán Guðmundsóttir frá Akureyri í 2. sæti og í þriðja sætinu var síðan Rannveig Jónsdóttir frá Ísafirði. Silja Rán er aðeins 16 ára og þykir geysilega efnileg.