Tiger er kominn á fulla ferð - tryggði sér sigur með lokapúttinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2009 09:30 Tiger Woods fagnar sigri á mótinu í gær. Mynd/GettyImages Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Tiger var fimm höggum á eftir Sean O'Hair fyrir lokadaginn en Tiger spilaði síðasta hringinn á 67 höggum og vann O'Hair með einu höggi. Þetta var í 19. sinn sem hann tryggir sér sigur á móti þar sem hann kemur til baka á lokadeginum en Tiger hefur aldrei unnið mót þar sem hann hefur verið meira en 5 höggum á eftir. Tiger Wodds og Sean O'Hair voru jafnir fyrir lokaholuna en Tiger náði fuglinum þegar hann setti niður tæplega fjögurra metra pútt.Þetta var annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum þar sem Tiger tryggði sér sigur á þessum móti með glæsilegu lokapútti. Hann vann mótið þannig í fyrra sem og árið 2001 þegar hann hafði betur gegn Phil Mickelson. Tiger lék alls á 275 höggum eða fimm höggum undir pari. Þetta var 66. sigur hans á PGA-mótaröðinni og fyrir hann fékk hann 1,08 milljónir dollara eða um 125 milljónir íslenskra króna. Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods vann sitt fyrsta golfmót eftir endurkomuna úr hnémeiðslum með eftirminnilegum hætti í gær. Tiger tryggði sér sigurinn á Arnold Palmer Invitational mótinu á Bay Hill með því að setja niður lokapúttið og fá fugl á 18. holunni. Tiger var fimm höggum á eftir Sean O'Hair fyrir lokadaginn en Tiger spilaði síðasta hringinn á 67 höggum og vann O'Hair með einu höggi. Þetta var í 19. sinn sem hann tryggir sér sigur á móti þar sem hann kemur til baka á lokadeginum en Tiger hefur aldrei unnið mót þar sem hann hefur verið meira en 5 höggum á eftir. Tiger Wodds og Sean O'Hair voru jafnir fyrir lokaholuna en Tiger náði fuglinum þegar hann setti niður tæplega fjögurra metra pútt.Þetta var annað árið í röð og í þriðja sinn á ferlinum þar sem Tiger tryggði sér sigur á þessum móti með glæsilegu lokapútti. Hann vann mótið þannig í fyrra sem og árið 2001 þegar hann hafði betur gegn Phil Mickelson. Tiger lék alls á 275 höggum eða fimm höggum undir pari. Þetta var 66. sigur hans á PGA-mótaröðinni og fyrir hann fékk hann 1,08 milljónir dollara eða um 125 milljónir íslenskra króna.
Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira