Veðurguðirnir tryggðu Johnson milljón dollara 16. febrúar 2009 16:41 NordicPhotos/GettyImages Dustin Johnson getur þakkað veðurguðunum að hann er milljón dollurum ríkari eftir að lokahringurinn á AT&T mótinu í golfi var blásinn af. Johnson hafði fjögurra högga forystu á Kanadamanninn Mike Weir eftir 54 holur á laugardag. Vegna veðurs var ekki hægt að spila í gær en fyrirhugað var að ljúka síðustu 18 holunum í dag. Brjálað veður á Pebble Beach varð til þess að mótshaldarar urðu að hætta við að spila lokahringinn. Johnson var því úrskurðaður sigurvegari og fyrir vikið komst hann á lista yfir 50 stigahæstu kylfinganna á þessari keppnistíð og fær því að spila á heimsmótinu í næstu viku auk þess að taka þátt í tveimur næstu risamótum. Fyrirhugað var að sýna beint frá lokahringnum á Stöð 2 sport í kvöld, en af þeirri útsendingu verður ekki af skiljanlegum ástæðum. Hinn 24 ára Bandaríkjamaður Dustin Johnson er aðeins annar kylfingurinn undir 25 ára aldri til að vinna sigur á tveimur PGA-mótum, hinn er landi hans Antony Kim. Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Dustin Johnson getur þakkað veðurguðunum að hann er milljón dollurum ríkari eftir að lokahringurinn á AT&T mótinu í golfi var blásinn af. Johnson hafði fjögurra högga forystu á Kanadamanninn Mike Weir eftir 54 holur á laugardag. Vegna veðurs var ekki hægt að spila í gær en fyrirhugað var að ljúka síðustu 18 holunum í dag. Brjálað veður á Pebble Beach varð til þess að mótshaldarar urðu að hætta við að spila lokahringinn. Johnson var því úrskurðaður sigurvegari og fyrir vikið komst hann á lista yfir 50 stigahæstu kylfinganna á þessari keppnistíð og fær því að spila á heimsmótinu í næstu viku auk þess að taka þátt í tveimur næstu risamótum. Fyrirhugað var að sýna beint frá lokahringnum á Stöð 2 sport í kvöld, en af þeirri útsendingu verður ekki af skiljanlegum ástæðum. Hinn 24 ára Bandaríkjamaður Dustin Johnson er aðeins annar kylfingurinn undir 25 ára aldri til að vinna sigur á tveimur PGA-mótum, hinn er landi hans Antony Kim.
Golf Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira