Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar valdi Söndru í landsliðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sandra Sigurðardóttir fagnar hér með íslenska landsliðinu síðasta sumar.
Sandra Sigurðardóttir fagnar hér með íslenska landsliðinu síðasta sumar. Mynd/Vilhelm

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur kallað á Söndru Sigurðardóttir úr Stjörnunni til að taka sæti Guðbjargar Gunnarsdóttur sem meiddist í leik í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Íslenska kvennalandsliðið mætir Hollandi í vináttulandsleik í Kórnum á laugardaginn og hefst leikurinn klukkan 16.00

Markverðir íslenska liðsins í leiknum verða því Þóra Björg Helgadóttir og Sandra. Þóra Björg kemur nú aftur inn í liðið eftir veikindi en hún er komin á fullt með norska úrvalsdeildarliðinu Kolbotn IL.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×