Formúla 1

Keppnisbanni aflétt af Renault og Alonso

Fernando Alonso fær að keppa á Spáni um næstu helgi.
Fernando Alonso fær að keppa á Spáni um næstu helgi. mynd: kappakstur.is
FIA aflétti í dag keppnisbanni sem dómarar Formúlu 1mótsins í Ungverjalandi höfðu sett á liðið eftir keppnina, vegna atviks sem kom upp í þjónustuhléi.

Þá klúðraði þjónustuliðið að festa dekk almennilega á bíl Fernando Alsono og sett hann af stað í brautina vitandi það að dekkið var laust. Dómararnir dæmdu Renault frá keppni sem hefði þýtt að Fernando Alonso hefði ekki getað keppt á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Það hefði verið mikið áfall fyrir mótshaldið í heild sinni.

En áfrýjunardómstóll aflétti banninu í dag og dæmdi Renault í 50.000 dala sekt í staðinn. Alonso mun því keppa á götum Valencia um næstu helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×