Öfganna á milli 23. apríl 2009 09:00 Sá vetur sem nú er að baki verður plássfrekur í sögubókum framtíðarinnar. Ísöld lagðist yfir fjármálakerfi heimsins þegar leið að hausti og frostið beit hvergi harðar en hér. Það liðu ekki margar vikur frá „guð blessi Ísland" ávarpi þáverandi forsætisráðherra þar til flestum varð ljóst að sú ríkisstjórn sem hann stýrði, réð ekki við stjórn landsins. Þá þegar lá líka fyrir að alþingiskosningar voru óumflýjanlegar. Alþingi varð að sækja sér nýtt umboð. Það var ekkert eins og áður. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þráuðust að vísu úr hófi við að horfast í augu við þann veruleika, en hér erum við komin; þjóðin gengur til kosninga eftir tvo daga. Aðdragandi þessara kosninga er á margan hátt óvenjulegur. Kosningabaráttan hefur verið stutt. Hún hófst ekki af viti fyrr en í síðustu viku. Á sama tíma er þó eins og hún hafi staðið óslitið í marga mánuði. Þjóðin hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, innbyrt annan eins ógnarskammt af pólitík og þennan mikla frostavetur fjármálalífsins. Hugmyndafræði og hugsjónir brunnu á fólki. Hvergi af meiri krafti en á Austurvelli. Hitinn varð loks svo mikill að ríkisstjórn Geirs Haarde þoldi ekki lengur við. Ekki er þó hægt að segja að umræðan hafi verið markviss eða að angar hennar hafi náð að safnast saman í einn stefnumarkandi straum. Þetta var meira eins og allsherjar vatnsgangur sem sullaðist um og fann sér ekki farveg. Ekki fyrr en í síðustu viku þegar Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri skrifaði blaðagrein og spurði hvort stjórnmálaflokkarnir stefndu að nýju hruni? Í rökföstu og yfirveguðu máli benti Benedikt á að aðild að Evrópusambandinu, og upptaka evru í framhaldinu, er eina raunhæfa leiðin til að forða því að lífskjör færist aftur um marga áratugi á Íslandi. Um leið markaði hann upphaf kosningabaráttunnar og rammaði kyrfilega inn hennar stærsta mál. Beint í kjölfar greinar Benedikts var svo kynntur afrakstur vinnu nefndar um þróun Evrópumála. Þar bar helst til tíðinda að helstu fulltrúar atvinnulífsins, Alþýðusambandið, Viðskiptaráð, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar, stóðu að sameiginlegu áliti með Samfylkingunni um að sækja beri strax um aðild að Evrópusambandinu. Rökin í megindráttum þau sömu og komu fram í grein Benedikts. Undanfarnir dagar hafa því verið þungir fyrir andstæðinga Evrópu. Það er ástæða til að skoða þann hóp betur og ólíkar ástæður innan hans fyrir andstöðunni: Hægra megin eru fulltrúar þeirra sem hatast við Evrópusambandið á þeim forsendum að það sé miðstýrt skriffinnskubákn sem er allt að því sovéskt í forsjárhyggju sinni. Á vinstri kantinum eru hins vegar þeir sem fyrirlíta Evrópusambandið fyrir þá áköfu markaðshugsun og frjálshyggju sem á að hafa einkennt stefnu þess. Lesendur geta sjálfir velt fyrir sér hvor fylkingin hefur rétt fyrir sér, sú sem er yst til hægri eða sú sem er yst til vinstri? Eða jafnvel hvorug og að sannleikurinn sé einhvers staðar þarna mitt á milli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Sá vetur sem nú er að baki verður plássfrekur í sögubókum framtíðarinnar. Ísöld lagðist yfir fjármálakerfi heimsins þegar leið að hausti og frostið beit hvergi harðar en hér. Það liðu ekki margar vikur frá „guð blessi Ísland" ávarpi þáverandi forsætisráðherra þar til flestum varð ljóst að sú ríkisstjórn sem hann stýrði, réð ekki við stjórn landsins. Þá þegar lá líka fyrir að alþingiskosningar voru óumflýjanlegar. Alþingi varð að sækja sér nýtt umboð. Það var ekkert eins og áður. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þráuðust að vísu úr hófi við að horfast í augu við þann veruleika, en hér erum við komin; þjóðin gengur til kosninga eftir tvo daga. Aðdragandi þessara kosninga er á margan hátt óvenjulegur. Kosningabaráttan hefur verið stutt. Hún hófst ekki af viti fyrr en í síðustu viku. Á sama tíma er þó eins og hún hafi staðið óslitið í marga mánuði. Þjóðin hefur sjaldan, ef nokkurn tímann, innbyrt annan eins ógnarskammt af pólitík og þennan mikla frostavetur fjármálalífsins. Hugmyndafræði og hugsjónir brunnu á fólki. Hvergi af meiri krafti en á Austurvelli. Hitinn varð loks svo mikill að ríkisstjórn Geirs Haarde þoldi ekki lengur við. Ekki er þó hægt að segja að umræðan hafi verið markviss eða að angar hennar hafi náð að safnast saman í einn stefnumarkandi straum. Þetta var meira eins og allsherjar vatnsgangur sem sullaðist um og fann sér ekki farveg. Ekki fyrr en í síðustu viku þegar Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri skrifaði blaðagrein og spurði hvort stjórnmálaflokkarnir stefndu að nýju hruni? Í rökföstu og yfirveguðu máli benti Benedikt á að aðild að Evrópusambandinu, og upptaka evru í framhaldinu, er eina raunhæfa leiðin til að forða því að lífskjör færist aftur um marga áratugi á Íslandi. Um leið markaði hann upphaf kosningabaráttunnar og rammaði kyrfilega inn hennar stærsta mál. Beint í kjölfar greinar Benedikts var svo kynntur afrakstur vinnu nefndar um þróun Evrópumála. Þar bar helst til tíðinda að helstu fulltrúar atvinnulífsins, Alþýðusambandið, Viðskiptaráð, Samtök verslunar og þjónustu og Samtök ferðaþjónustunnar, stóðu að sameiginlegu áliti með Samfylkingunni um að sækja beri strax um aðild að Evrópusambandinu. Rökin í megindráttum þau sömu og komu fram í grein Benedikts. Undanfarnir dagar hafa því verið þungir fyrir andstæðinga Evrópu. Það er ástæða til að skoða þann hóp betur og ólíkar ástæður innan hans fyrir andstöðunni: Hægra megin eru fulltrúar þeirra sem hatast við Evrópusambandið á þeim forsendum að það sé miðstýrt skriffinnskubákn sem er allt að því sovéskt í forsjárhyggju sinni. Á vinstri kantinum eru hins vegar þeir sem fyrirlíta Evrópusambandið fyrir þá áköfu markaðshugsun og frjálshyggju sem á að hafa einkennt stefnu þess. Lesendur geta sjálfir velt fyrir sér hvor fylkingin hefur rétt fyrir sér, sú sem er yst til hægri eða sú sem er yst til vinstri? Eða jafnvel hvorug og að sannleikurinn sé einhvers staðar þarna mitt á milli.