Pigeon aux petits pois Gerður Kristný skrifar 27. apríl 2009 06:00 Dúfur geta náð hjartslættinum upp í 600 slög á mínútu og haldið honum þannig í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Margir kannast eflaust við þessa líðan. Óttinn við að þjóðfélagið sé endanlega að fara í bál og brand laumast að fólki og hjartslátturinn keyrist upp. En það er víða bágborið ástand í heiminum, svo sem Simbabve. Annað er ekki að sjá á fréttunum sem mér berast frá vini mínum, skáldinu Togara. Hann býr á bóndabæ með mömmu sinni og kemst örsjaldan á ljóðahátíðir úti í heimi. Það þarf jú að mjólka og heyja því eflaust er sama umstangið í kringum simbabveskar kýr og þær íslensku. Í vetur var ein kusan úr hjörðinni hans Togara síðan myrt með köldu blóði. Ég gerði því skóna að ljón hefði verið að verki. Það er svo afrískt. Það reyndist samt ekki raunin, heldur hafði mannshöndin komið þar nærri. Fólk sveltur þarna suður frá og þá falla kýrnar jafnört og húskarlarnar í Njálu. Þrátt fyrir að Togara megi ekki hafa augun af hjörðinni gaf hann sér tíma til að sjá sjónvarpsviðtal við íslenska forsætisráðherrann, líklega Geir, og er því viðræðuhæfur um íslenskt efnahagslíf. Samt finnst mér eins og honum þyki ekki mikið til þrenginga okkar koma miðað við þær sem landar hans glíma við. Og þegar maður horfir á lífið með dökku augunum hans Togara sér maður hvernig möguleikarnir fleygja sér bókstaflega í veg fyrir mann. Eins og Ríkisútvarpið skýrði frá um daginn hefur bréfdúfnarækt aukist á Íslandi síðustu árin. Tekið var fram að tuttugu manns stunduðu hana og það eru nú bara heil 0,0067% þjóðarinnar. Í fréttinni var sagt frá því að steggurinn lægi líka á eggjunum og parið skiptist á um að gefa ungunum dúfnamjólk. Ekki grunaði mig að til væri dúfnamjólk en maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Dúfur þykja herramannsmatur sums staðar í Evrópu. Í Frakklandi fúlsar að minnsta kosti enginn við góðri dúfnasteik sem borin er fram í rauðvínssósu með gulrótum, lauk, steinselju og blóðbergi. Þetta eru tímar tækifæranna. Sleppum dúfunum við sendiferðirnar og förum að fita þær. Við erum ekki stödd í Bróðir minn ljónshjarta þar sem dúfur bera boð á milli Kirsuberjadals og Þyrnirósadals. Frétt Ríkisútvarpsins um dúfnaeldið eru lítið annað en dulin skilaboð um að á landinu sé nóg til átu. Þetta er allt spurning um víðsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun
Dúfur geta náð hjartslættinum upp í 600 slög á mínútu og haldið honum þannig í allt að 16 klukkustundir án hvíldar. Þetta kom fram í frétt Ríkisútvarpsins fyrir skömmu. Margir kannast eflaust við þessa líðan. Óttinn við að þjóðfélagið sé endanlega að fara í bál og brand laumast að fólki og hjartslátturinn keyrist upp. En það er víða bágborið ástand í heiminum, svo sem Simbabve. Annað er ekki að sjá á fréttunum sem mér berast frá vini mínum, skáldinu Togara. Hann býr á bóndabæ með mömmu sinni og kemst örsjaldan á ljóðahátíðir úti í heimi. Það þarf jú að mjólka og heyja því eflaust er sama umstangið í kringum simbabveskar kýr og þær íslensku. Í vetur var ein kusan úr hjörðinni hans Togara síðan myrt með köldu blóði. Ég gerði því skóna að ljón hefði verið að verki. Það er svo afrískt. Það reyndist samt ekki raunin, heldur hafði mannshöndin komið þar nærri. Fólk sveltur þarna suður frá og þá falla kýrnar jafnört og húskarlarnar í Njálu. Þrátt fyrir að Togara megi ekki hafa augun af hjörðinni gaf hann sér tíma til að sjá sjónvarpsviðtal við íslenska forsætisráðherrann, líklega Geir, og er því viðræðuhæfur um íslenskt efnahagslíf. Samt finnst mér eins og honum þyki ekki mikið til þrenginga okkar koma miðað við þær sem landar hans glíma við. Og þegar maður horfir á lífið með dökku augunum hans Togara sér maður hvernig möguleikarnir fleygja sér bókstaflega í veg fyrir mann. Eins og Ríkisútvarpið skýrði frá um daginn hefur bréfdúfnarækt aukist á Íslandi síðustu árin. Tekið var fram að tuttugu manns stunduðu hana og það eru nú bara heil 0,0067% þjóðarinnar. Í fréttinni var sagt frá því að steggurinn lægi líka á eggjunum og parið skiptist á um að gefa ungunum dúfnamjólk. Ekki grunaði mig að til væri dúfnamjólk en maður er alltaf að læra eitthvað nýtt. Dúfur þykja herramannsmatur sums staðar í Evrópu. Í Frakklandi fúlsar að minnsta kosti enginn við góðri dúfnasteik sem borin er fram í rauðvínssósu með gulrótum, lauk, steinselju og blóðbergi. Þetta eru tímar tækifæranna. Sleppum dúfunum við sendiferðirnar og förum að fita þær. Við erum ekki stödd í Bróðir minn ljónshjarta þar sem dúfur bera boð á milli Kirsuberjadals og Þyrnirósadals. Frétt Ríkisútvarpsins um dúfnaeldið eru lítið annað en dulin skilaboð um að á landinu sé nóg til átu. Þetta er allt spurning um víðsýni.
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun