Golf

Mickelson missir líklega af Opna-breska meistaramótinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Phil Mickelson.
Phil Mickelson. Nordic photos/Getty images

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson verður í eldlínunni á Opna-bandaríska meistaramótinu á Bethpage-vellinum í kvöld en kylfingurinn er mikið búinn að vera í fréttunum undanfarið vegna veikinda eiginkonu sinnar sem greindist nýlega með brjóstakrabbamein.

„Ég ætla að leggja allt mitt í Opna-bandaríska meistaramótið og ég hef reyndar verið að finna mig nokkuð vel undanfarið," segir hinn 39 ára gamli Mickelson sem hefur leikið á 61 stórmóti í röð.

Mickelson á hins vegar ekki von á því að vera á meðal keppenda á Opna-breska meistaramótinu sem hefst 16. júlí.

„Ég reikna ekki með því að byrja aftur að spila eftir Opna-bandaríska meistaramótið fyrr en í ágúst. Við vitum þó ekki nákvæmlega hvenær eiginkona mín fer í lyfjameðferð vegna veikindanna en ég mun standa við hlið hennar í baráttunni," segir Mickelson í samtali við ESPN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×