Golf

Engar kærur vegna heimilisofbeldis

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger og fjölskylda á góðri stundu.
Tiger og fjölskylda á góðri stundu.

Lögreglan í Flórída staðfesti í kvöld að bílslysið sem Tiger Woods lenti í hefði verið honum sjálfum að kenna. Hann mun ekki verða ákærður vegna atviksins.

Lögreglan segir að Tiger sé sekur um akstur an aðgáts og hann mun líklega fá litla sekt og missa fjóra punkta á skírteininu sínu.

Tiger keyrði á brunahana og tré rétt hjá heimili sínu og fannst hálfmeðvitundarlaus við bílinn.

Lögreglunni var tjáð að eigikona hans, Elin, hefði brotið rúðurnar í bíl Tigers til þess að hjálpa honum úr bílnum.

Sögusagnir hafa verið um að hann hafi verið að flýja eiginkonu sína sem hafi síðan elt hann og skemmt bílinn er hann keyrði í burtu. Þeim ásökunum hefur Tiger vísað á bug og lögreglan segir að þeim hafi ekki borist nein kæra vegna heimilisofbeldis.

Hann hefur í slúðurmiðlum ytra einnig verið sakaður um framhjáhald en hann vísar þeim ásökunum einnig á bug.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×