Menning

RIFF jafnast á við hátíðina í Cannes

Norska hryllingsmyndin Dauður snjór var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur.
Norska hryllingsmyndin Dauður snjór var sýnd í Sundhöll Reykjavíkur. fréttablaðið/daníel
Fjallað hefur verið um Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, víða um heim síðan hún var haldin í haust. Dagblöð í Þýskalandi, Frakklandi, Danmörku og Bandaríkjunum hafa öll fjallað lofsamlega um hátíðina.

Blaðamaður Jyllands-Posten segir að hátíðin hafi vaknað til lífsins í þeim dagskrárliðum sem voru í boði utan kvikmyndahúsanna, þar á meðal á sýningu norsku hryllingsmyndarinnar Dauður snjór í Sundhöll Reykjavíkur. Blaðamaður Boston Phoenix segir að boðið hafi verið upp á jafnfrábærar myndir og á síðustu hátíð sem hann fór á 2006. Bætir hann við að RIFF gefi hvorki Cannes- né Feneyjahátíðunum neitt eftir hvað varðar gæði myndanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.