Fótbolti

Löng leið fyrir stelpurnar inn á HM

Mynd/E.Ól
Það styttist óðum í undankeppni HM kvenna í knattspyrnu en næsta úrslitakeppni fer fram í Þýskalandi 2011.

Dregið verður í riðla 17. mars næstkomandi og nú er orðið ljóst að íslenska kvennalandsliðið verður í öðrum styrkleikaflokki.

41 Evrópuþjóð mun berjast um fjögur laus sæti auk þess að fimmta liðið fær tækifæri til að komast í úrslitakeppnina með því að vinna aukaleiki við þjóð frá Norður- og Mið Ameríku.

Liðunum verður skipt niður í átta riðla þar sem sjö riðlanna innihalda fimm lið en einn riðillinn verður með sex lið. Sigurvegarar riðlanna fara í aukaleiki og sigurvegararnir í þeim leikjum fara í úrslitakeppnina.

Þau lið sem tapa í þessum leikjum fara aftur í aukaleiki og sigurvegari þeirra leikja leika enn aðra aukaleiki við CONCACAF um sæti í úrslitakeppninni. Leiðin í úrslitakeppnina getur því verið ansi löng.

Í 5-liða riðlunum verða 1 lið úr hverjum potti, í 6-liða riðlinum verða 1 lið úr styrkleikaflokki A, B, C og D en 2 úr styrkleikaflokki E.

Styrkleikaflokkarnir í Evrópu fyrir undankeppni HM 2011:

A-flokkur: Svíþjóð, Noregur, Danmörk, England, Frakkland, Rússland, Úkraína og Ítalía.

B-flokkur: Finnland, Ísland, Spánn, Tékkland, Hollandi, Skotland, Írland og Pólland.

C-flokkur: Sviss, Austurríki, Serbía, Hvíta-Rússland, Belgía, Grikklandi, Portúgal og Ungverjaland.

D-flokkur: Slóvenía, Slóvakía, Ísrael, Wales, Rúmenía, Norður-Írland, Tyrkland og Búlgaría.

E-flokkur: Króatía, Armenía, Bosnía-Hersegóvína, Kasakhstan, Aserbaídjan, Eistland, Malta, Makedónia og Georgía.

Fyrstu leikir íslenska landsliðsins verða strax í haust en samið verður um leikdaga strax eftir dráttinn. Fyrsti leikur Íslands verður því líklega í september.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×