Golf

Tiger með tveggja högga forystu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Nordic Photos / AFP
Tiger Woods er með tveggja högga forystu á PGA-meistaramótinu í golfi sem fer fram á Hazeltine-vellinum.

Tiger var með fjögurra högga forystu þegar keppnisdagurinn hófst en fljótlega fóru aðrir kylfingar að saxa á forskot hans. Hann lék á 71 höggi í dag og er samtals á átta höggum undir pari.

Íriinn Padraig Harrington var um tíma jafn Woods en fékk skolla á átjándu holu og varð þar með tveimur höggum á eftir, rétt eins og Kóreumaðurinn Y.E. Yang.

Sagan segir að Woods muni vinna sitt fimmtánda risamót á morgun. Í fjórtán skipti hefur hann verið með forystuna fyrir lokadaginn og hefur hann staðið uppi sem sigurvegari í öll fjórtán skiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×