Íslenski boltinn

HK tryggði sér sigur á Reyni með þremur mörkum í framlengingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sinisa kekic er bæði búinn að skora og klikka á víti á móti sínum gömlu félögum.
Sinisa kekic er bæði búinn að skora og klikka á víti á móti sínum gömlu félögum. Mynd/Anton

Þrjú mörk frá þeim Þórði Birgissyni, Hafsteini Briem og Calum Þór Bett tryggðu HK 5-2 sigur á Reyni Sandgerði í 16 liða úrslitum VISA-bikars karla á Kópavogsvelli í kvöld. HK varð því áttunda og síðasta liðið til þess að tryggja sér sæti í átta liða úrslitunum.

2. deildarlið Reynis úr Sandgerði náði að vinna upp tveggja marka forskot HK í VISA-bikar karla í kvöld og tryggja sér framlengingu.

Calum Þór Bett og Hörður Magnússon komu HK í 2-0 í fyrri hálfleik en Sinisa Kekic lét síðan verja frá sér vítaspyrnu skömmu áður en hann minnkaði muninn í 2-1.

Það var síðan Sigurður Ingi Vilhjálmsson sem jafnaði leikinn en bæði mörk Reynis komu með skalla eftir sendingar frá Kristjáni Óla Sigurðssyni.

Það verður dregið í átta úrslitin á miðvikudaginn og í pottinum verða eftirtalin lið: Breiðablik, FH, Fram, Fylkir, HK, Keflavík, KR og Valur.

 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×