Kylfusveinn Tigers tjáir sig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. desember 2009 10:10 Steve Williams og Tiger Woods. Nordic Photos / Getty Images Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um málefni Woods eftir að hann ákvað að taka sér frí frá golfíþróttinni. Woods hefur viðurkennt að hafa verið eiginkonu sinni ótrúr en fjölmiðlafár hefur ríkt um Woods síðustu tvær vikurnar. Fjölmargar konur hafa stigið fram og fullyrt að þær hafi átt í sambandi við Woods. Williams er frá Nýja-Sjálandi og sagði í viðtali við The Press í heimalandinu að hann hafi ákveðið að stíga fram eftir að vangaveltur um hvort hann hafi vitað af framhjáhaldinu fóru að láta á sér kræla. „Það er engin spurning um að fjölmiðlar hafa gert líf fjölskyldu minnar mjög erfitt fyrir. Ég skil vel að Tiger eigi við vandamál að stríða og höfum við rætt um það," sagði Williams sem þverneitaði fyrir að hafa vitað nokkuð um líferni Woods utan golfheimsins. „Ég vann bara fyrir Tiger Woods. Ég bý í Nýja-Sjálandi þegar hann er ekki að keppa og veit ekkert hvað hann gerir á milli móta - rétt eins og hann veit ekkert um hvað ég er að gera." „Vissulega ræðum við saman í síma. Ég spyr hann hvernig honum gangi að æfa sig, hvernig fjölskyldunni líður og svo framvegis." Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Steve Williams, kylfusveinn Tiger Woods, hefur í fyrsta sinn tjáð sig opinberlega um málefni Woods eftir að hann ákvað að taka sér frí frá golfíþróttinni. Woods hefur viðurkennt að hafa verið eiginkonu sinni ótrúr en fjölmiðlafár hefur ríkt um Woods síðustu tvær vikurnar. Fjölmargar konur hafa stigið fram og fullyrt að þær hafi átt í sambandi við Woods. Williams er frá Nýja-Sjálandi og sagði í viðtali við The Press í heimalandinu að hann hafi ákveðið að stíga fram eftir að vangaveltur um hvort hann hafi vitað af framhjáhaldinu fóru að láta á sér kræla. „Það er engin spurning um að fjölmiðlar hafa gert líf fjölskyldu minnar mjög erfitt fyrir. Ég skil vel að Tiger eigi við vandamál að stríða og höfum við rætt um það," sagði Williams sem þverneitaði fyrir að hafa vitað nokkuð um líferni Woods utan golfheimsins. „Ég vann bara fyrir Tiger Woods. Ég bý í Nýja-Sjálandi þegar hann er ekki að keppa og veit ekkert hvað hann gerir á milli móta - rétt eins og hann veit ekkert um hvað ég er að gera." „Vissulega ræðum við saman í síma. Ég spyr hann hvernig honum gangi að æfa sig, hvernig fjölskyldunni líður og svo framvegis."
Golf Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira