Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson fór á kostum á opna ítalska meistaramótinu í dag en spilað er í Tórínó.
Birgir Leifur kom í hús á 65 höggum eða sex höggum undir pari. Hann er samtals á sjö höggum undir pari.
Þessi frábæri hringur skilaði Birgi Leif í þriðja sæti mótsins en hann er jafn tveim öðrum kylfingum. Hann er aðeins tveim höggum á eftir efsta manni.
Birgir Leifur fékk átta fugla í dag og aðeins tvo skolla.