Birgir Leifur Hafþórsson náði sér illa á strik á lokakeppnisdegi móts í Frakklandi sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi.
Hann lék á fjórum höggum yfir pari í dag og samtals á 75 höggum. Alls var hann á fimm höggum yfir pari.
Hann fékk tvo fugla í dag, fjóra skolla og einn skramba sem hann fékk á fjórtándu holu - þeirri sömu og hann fékk þrefaldan skolla á fyrsta keppnisdegi.
Birgir Leifur varð í 51.-54. sæti á mótinu af þeim 77 sem komust í gegnum niðurskorðinn.
Það var Svíinn Chrisitan Nilsson sem bar sigur úr býtum á mótinu.
Slæmur dagur hjá Birgi Leif
