Yfirdrátturinn Dr. Gunni skrifar 1. október 2009 06:00 Hér kem ég með allt niður um mig og játa það möglunarlaust: Ég er óreiðumaður! Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Einu sinni var bankakerfið þannig að manni tókst ekki eins auðveldlega að verða óreiðumaður. Ég átti alltaf pening og skuldaði aldrei neitt í gamla daga, allavega í minningunni. Maður fór til útlanda með ferðatékka og seðlabúnt. Kreditkort voru ekki til. Maður skammtaði sér aur í þrjár vikur, en datt svo auðvitað inn í alltof góða plötubúð og eyddi um efni fram. Mér er minnisstæð síðasta vikan í Interrail-ferðinni 1983. Þá gisti ég á farfuglaheimili sem hafði þann ókost að manni var hent út á milli kl. 9 og 17. Það var rigning alla vikuna og ég norpaði undir markísum. Sem betur fer var morgunmatur innifalinn á farfuglaheimilinu því ég hafði bara efni á einni partípulsu úr sjálfsala á dag. Svo kom maður vannærður heim en þurfti á móti ekki að borga niður vísareikninga mánuðum saman. Ég ætla ekki að kenna bönkunum um. Ekki frekar en dópistinn ætti að kenna dópsalanum um fíkn sína. Þegar bönkunum datt það snjallræði í hug að leyfa hvaða bjána sem er að fá yfirdrátt féll ég fyrir því. Það var alltaf verið að tala um „offramboð á peningum" og það virkaði ekki beint letjandi á sukksvínið mig. Áður en ég vissi af var ég kominn með eina millu í yfirdrátt. Ég man ekkert í hvað ég eyddi þessum peningum. Bankinn var vitanlega hress með að ég borgaði 25 prósent í vexti. Fyrir rest tók ég þó fimm ára lán til að borga upp yfirdráttinn. Til marks um óstjórnlega græðgi mína var ég fyrr en varði kominn aftur með milljón í yfirdrátt hjá Netbankanum, sem bauð rosa góða vexti, ekki nema 18 prósent! Ég hef heldur enga hugmynd um í hvað þessir peningar fóru. Ég ber þessar játningar mínar hér á torg því mér finnst fjárhagsleg sturlun mín vera táknmynd fyrir „orsakir hrunsins". Nákvæmlega sama háttalag sýndu stóru sökudólgarnir af sér, bara á stjarnfræðilega stærri skala. Ég efast um að þeir viti heldur í hvað yfirdrátturinn þeirra fór. Ég borgaði yfirdráttinn upp í vikunni og fékk hvorki handklæði né penna. Ekki einu sinni kvittun. Nú bíður þjóðfélagið eftir því að stóru yfirdrættirnir verði borgaðir upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór
Hér kem ég með allt niður um mig og játa það möglunarlaust: Ég er óreiðumaður! Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Einu sinni var bankakerfið þannig að manni tókst ekki eins auðveldlega að verða óreiðumaður. Ég átti alltaf pening og skuldaði aldrei neitt í gamla daga, allavega í minningunni. Maður fór til útlanda með ferðatékka og seðlabúnt. Kreditkort voru ekki til. Maður skammtaði sér aur í þrjár vikur, en datt svo auðvitað inn í alltof góða plötubúð og eyddi um efni fram. Mér er minnisstæð síðasta vikan í Interrail-ferðinni 1983. Þá gisti ég á farfuglaheimili sem hafði þann ókost að manni var hent út á milli kl. 9 og 17. Það var rigning alla vikuna og ég norpaði undir markísum. Sem betur fer var morgunmatur innifalinn á farfuglaheimilinu því ég hafði bara efni á einni partípulsu úr sjálfsala á dag. Svo kom maður vannærður heim en þurfti á móti ekki að borga niður vísareikninga mánuðum saman. Ég ætla ekki að kenna bönkunum um. Ekki frekar en dópistinn ætti að kenna dópsalanum um fíkn sína. Þegar bönkunum datt það snjallræði í hug að leyfa hvaða bjána sem er að fá yfirdrátt féll ég fyrir því. Það var alltaf verið að tala um „offramboð á peningum" og það virkaði ekki beint letjandi á sukksvínið mig. Áður en ég vissi af var ég kominn með eina millu í yfirdrátt. Ég man ekkert í hvað ég eyddi þessum peningum. Bankinn var vitanlega hress með að ég borgaði 25 prósent í vexti. Fyrir rest tók ég þó fimm ára lán til að borga upp yfirdráttinn. Til marks um óstjórnlega græðgi mína var ég fyrr en varði kominn aftur með milljón í yfirdrátt hjá Netbankanum, sem bauð rosa góða vexti, ekki nema 18 prósent! Ég hef heldur enga hugmynd um í hvað þessir peningar fóru. Ég ber þessar játningar mínar hér á torg því mér finnst fjárhagsleg sturlun mín vera táknmynd fyrir „orsakir hrunsins". Nákvæmlega sama háttalag sýndu stóru sökudólgarnir af sér, bara á stjarnfræðilega stærri skala. Ég efast um að þeir viti heldur í hvað yfirdrátturinn þeirra fór. Ég borgaði yfirdráttinn upp í vikunni og fékk hvorki handklæði né penna. Ekki einu sinni kvittun. Nú bíður þjóðfélagið eftir því að stóru yfirdrættirnir verði borgaðir upp.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun