Dr. Gunni Rás 2 selur gistirými Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Skoðun 11.12.2013 17:03 Burt með þig, grámygla Ísland er eyja. Það búa örfáir hérna. Það er glatað veður 75 prósent af árinu. Það er auðvelt að verða samdauna grámyglunni og veslast upp í vonleysi og væli. Það þarf átak til að komast héðan og þá fer maður á hausinn um leið og maður fær sér kaffibolla og samloku í útlöndum. Takk æðislega, sveigjanlega íslenska króna! Bakþankar 17.3.2010 23:02 Samstillta stressátakinu lokið María sagði við Jósef: Ég held ég sé ólétt. Ha, hváði Jósef, sem var smiður og sakleysingi. Við erum ekki einu sinni búin að kyssast! bætti hann við, eitt spurningarmerki í framan. Já, ég veit, sagði María og horfði á tær sér, en sko, þú veist. Það kom engill í heimsókn. Bakþankar 23.12.2009 14:26 Sannfæringarskorturinn Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað prósent viss um eitthvað. Jú, jú, hvernig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér, íslenska fjármálaútrásin var geðveiki og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég meina, svona í sambandi við málefni sem er búið að vera að tönglast á hérna árum saman: Ég get aldrei komist á einhverja skoðun og verið alveg rosalega ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni kosið sama flokkinn aftur og aftur. Bakþankar 25.11.2009 22:26 Dánir og dauðir Dauðinn er ekki mikið í umræðunni á Vesturlöndum. Að minnsta kosti ekki miðað við í Mexíkó þar sem tímarit með limlestum líkum úr bílslysum eru vinsæl og haldið er upp á dag dauðra með mikilli veislu og dansandi beinagrindum í byrjun nóvember. Bakþankar 11.11.2009 17:24 Stemmingin Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í hauskúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur. Bakþankar 28.10.2009 18:54 Þegar allt breyttist ekki Mér fannst fall Berlínarmúrsins ekkert svo merkilegt. Að minnsta kosti man ég ekkert hvað ég var að gera þegar fréttin barst. Ég man hins vegar ljóslifandi eftir 11. september 2001. Maður var alveg í smá sjokki, fyrst og fremst vegna þess að ég og Lufsan áttum pantaða New York-ferð í desember. Við höfðum skoðað myndir af mollinu sem var í kjallara World Trade Center. Hún vildi hætta við ferðina en ég náði að lempa hana til að fara. Maður tók fyrst og fremst eftir því hvað ameríski fáninn var úti um allt. Blakti alls staðar á húsum og á bílum. Bakþankar 15.10.2009 09:51 Yfirdrátturinn Hér kem ég með allt niður um mig og játa það möglunarlaust: Ég er óreiðumaður! Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Einu sinni var bankakerfið þannig að manni tókst ekki eins auðveldlega að verða óreiðumaður. Ég átti alltaf pening og skuldaði aldrei neitt í gamla daga, allavega í minningunni. Maður fór til útlanda með ferðatékka og seðlabúnt. Kreditkort voru ekki til. Maður skammtaði sér aur í þrjár vikur, en datt svo auðvitað inn í alltof góða plötubúð og eyddi um efni fram. Mér er minnisstæð síðasta vikan í Interrail-ferðinni 1983. Þá gisti ég á farfuglaheimili sem hafði þann ókost að manni var hent út á milli kl. 9 og 17. Bakþankar 30.9.2009 22:58 Fjandans sannleikurinn Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann – allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkjandi. Bakþankar 16.9.2009 17:16 Landkynning Ég tók að mér hollenskt sjónvarpsþáttagerðarfólk. Þau voru að fjalla um „Ástandið á Íslandi" og höfðu fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti sagt þeim eitthvað af viti. Ég sagði þeim að þetta væri eiginlega eins og skilnaður. Við hefðum skilið við góðæris-Ísland, gömlu kærustuna. Hún var vissulega sæt, en það var bara alltaf eitthvað að henni. Hræðilegur persónuleikagalli sem glitti í á bakvið lokkandi brosið. Núna nennti maður ekki lengur að velta sér upp úr árunum með henni, heldur vildi maður líta fram á veginn og byrja upp á nýtt. Helst með sænskri fóstru. Bakþankar 27.5.2009 23:06 Tuðland Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál "á dagskrá“, sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert – og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Bakþankar 13.5.2009 23:33 Sigur raunveruleikans Það er eins og að fara um borg sem er að koma úr löngu stríði að fara um Reykjavík. Miðborgin er full af niðurgrotnandi og auðum húsum sem áttu að víkja fyrir nýjum frábærum húsum og verslunum. Svo er það allt þetta hálfbyggða og risastóra: Turninn í Höfðaborg sem gnæfir yfir nágrenni sitt eins og tannlaus fáviti og tónleikahöllin hans Björgólfs. Það kveikir eflaust vonarneista vegfarenda um Sæbraut að sjá kranana við ferlíkið hreyfast. Oftast er þó hrafnaþingið á krönunum eina lífsmarkið. Fastir pennar 15.4.2009 17:36 Halló Tortóla, hér kem ég! Ég er að spá í að skella mér í sólina á Tortóla um páskana. Ég hef heyrt svo margt fallegt um þessa hitabeltisparadís. Eyjan er 55.7 ferkílómetrar að stærð, rúmlega fjórum sinnum stærri en Heimaey. Þarna búa um 24 þúsund manns, aðalbærinn heitir Road Town með um tíu þúsund hræðum. Bakþankar 1.4.2009 19:17 Ástandsmat í sturtu Ég hitti kunningja í sturtunni. Við þurrkuðum fagurlega skapaða líkama okkar og ræddum um (bætið við hryllingsáhrifamúsik í huganum) Ástandið. Bakþankar 4.3.2009 17:31 Fyrirgefðu Sorry seems to be the hardest word, söng Elton John um árið. Hann hitti í mark því flestir kannast við þetta: Það er bara svo fjári erfitt að biðjast afsökunar. Sérstaklega ef manni finnst maður ekki hafa gert neitt rangt. Hversu mörg pör hafa ekki setið í þrúgandi þögn yfir sjónvarpinu eftir að annað lét eitthvað vanhugsað út úr sér eða gerði einhverja vitleysu sem hitt er hundfúlt yfir? Bakþankar 18.2.2009 16:15 Skuldin Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall. Bakþankar 4.2.2009 17:08 Vonlausasta dýrategundin Eins og mannskepnan getur nú verið frábær - nægir að nefna uppfinningu sushísins, kvikmyndir Hitchcocks og verk Fræbbblanna því til staðfestingar - er hún algjörlega ömurleg líka. Handónýt og vonlaus dýrategund. Bakþankar 7.1.2009 22:41 Humm Tveir mánuðir eru liðnir síðan skelfdur Haarde bað Guð að blessa þjóðina. Þá þyrmdi yfir hressustu stuðbolta og ég var með í maganum dögum saman á meðan daglegir blaðamannafundir skullu á þjóðinni. Í nokkrar vikur var allt á fullu í hausnum á mér, og í hverjum einasta haus á skerinu, að því er virtist. Bakþankar 17.12.2008 17:04 Forvarnir Aumingja homo sapiens að vera svona ófullkominn. Hér velkjumst við á þrautagöngunni á milli lífs og dauða, hallærislega mannleg og asnaleg eithvað. Bakþankar 11.12.2008 10:04 Ofurhetjan Kreppumann Inni í mér syngur Bonní Tyler smellinn sinn Holding out for a hero. Ég og Bonní þurfum sárlega hetju í líf okkar þessi misserin. Þar sem engin íslensk hetja er í sjónmáli hef ég brugðið á það ráð að hengja plakat af Barack Obama upp á vegg heima hjá mér. Það er skárra en ekkert. Bakþankar 26.11.2008 19:06 Lífið er einfalt Ég hef hugsað alltof mikið undarnfarnar vikur. Ég hef satt að segja hugsað mig í spað. Það væri kannski allt í lagi ef ég hefði verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt, en svo er nú aldeilis ekki. Hugsanirnar snúast flestar um fjármál, leiðinlegasta umhugsunarefni í heimi. Bakþankar 12.11.2008 19:00 Ég, auðkýfingur Það er sannarlega ömurlegt að góðærið sé búið. Ég var nefnilega búinn að sjá pottþétta leið til að koma sjálfum mér í hóp 20-30 ríkustu auðkýfinga landsins. Nú verð ég bara að bíða af mér storminn og koma sterkur inn næst. Ég er með pottþétt plan. Bakþankar 29.10.2008 17:52 Traust Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig. Bakþankar 15.10.2008 19:35 Næsta góðæri Æi, hættu nú þessu væli! Næsta góðæri verður enn unaðslegra en það síðasta, sannaðu bara til. Og það kemur áður en þú veist af! Í næsta góðæri verða einkaþotur eitthvað svo 2007. Þá dugar ekkert nema ein Stealth á mann, sumir fá sér kjarnorkukafbáta. Wagyu-steik verður öreigamatur, sneið af nýslátruðum pandabirni verður lágmarks krafa þeirra nýríku. Bakþankar 17.9.2008 16:17 02.10.2044 Þann annan október árið 2044 verða fimm dagar í að ég verði 79 ára. Komandi afmæli verður mér þó ekki efst í huga heldur sú staðreynd að þennan dag mun ég borga síðustu afborgunina af húsnæðisláninu mínu, 480. greiðslu af 480. Bakþankar 3.9.2008 18:16 Auðnarþörfin Á Íslandi gefast mörg tækifæri til að komast í burtu frá öðru fólki og eigra einn um í náttúrunni. Við viljum græða á tálsýninni um ósnerta flotta náttúru sem kemur vel út á mynd með því að selja sárþjáðum útlendingum hana – vesalings fólkinu sem lifir lífinu utan í næsta manni í skítugum stórborgum. Eftir því sem fleiri túristar velta inn á auðnirnar erum við þó eðlilega komin í vandræði og mótsögn. Bakþankar 23.7.2008 17:37 Seljavallalaug Gamla Seljavallalaugin uppi í fjallinu er eins og kunnugt er algjör snilld. Bakþankar 9.7.2008 17:54 Bögg Ég tók strætó með hjólið upp á Akranes og hjólaði Hvalfjörðinn í bæinn. Það var frábært enda Hvalfjörður orðinn hjólareiðaparadís síðan göngin komu. Þetta voru sirka hundrað kílómetrar í brakandi blíðu og örfáir á ferli. Æðisgengið. Bakþankar 25.6.2008 22:15 Að móðgast fyrir hönd annarra Það var vandræðagangur á blaðinu þegar frétt um hommana á Hæðinni átti að birtast daginn eftir. Fyrirsögnin var Hommarnir á Hæðinni reknir úr vinnu, en hinir gagnkynhneigðu blaðamenn voru tvístígandi yfir þessu. Var fyrirsögnin móðgandi? Úr varð að hringt var í Begga og Pacas og auðvitað var þetta ekkert - Við erum hommar, hvað er málið? Bakþankar 12.6.2008 06:00 Að stimpla sig út Í viku átti ég þess kost að lifa lífinu án þess að þurfa svo mikið sem einu sinni að leiða hugann að ruglinu í borgarstjórn, Ingibjörgu og Geir, sem eru ægilega sár að Stöð 2 skuli minna þau á gömul loforð, og öllu íslenska rausinu, tuðinu og vælinu sem hér flýtur hvarvetna um eins og notaðir smokkar í skítalæk. Bakþankar 28.5.2008 18:41 « ‹ 1 2 3 … 3 ›
Rás 2 selur gistirými Þegar spilaborgin hrundi árið 2008 og íslenskir bankakarlar reyndust ekki þau séní sem búið var að innprenta okkur var fátt um fína drætti í hinni séríslensku minnimáttarkennd. Skoðun 11.12.2013 17:03
Burt með þig, grámygla Ísland er eyja. Það búa örfáir hérna. Það er glatað veður 75 prósent af árinu. Það er auðvelt að verða samdauna grámyglunni og veslast upp í vonleysi og væli. Það þarf átak til að komast héðan og þá fer maður á hausinn um leið og maður fær sér kaffibolla og samloku í útlöndum. Takk æðislega, sveigjanlega íslenska króna! Bakþankar 17.3.2010 23:02
Samstillta stressátakinu lokið María sagði við Jósef: Ég held ég sé ólétt. Ha, hváði Jósef, sem var smiður og sakleysingi. Við erum ekki einu sinni búin að kyssast! bætti hann við, eitt spurningarmerki í framan. Já, ég veit, sagði María og horfði á tær sér, en sko, þú veist. Það kom engill í heimsókn. Bakþankar 23.12.2009 14:26
Sannfæringarskorturinn Mig skortir sannfæringu. Ég get aldrei verið alveg hundrað prósent viss um eitthvað. Jú, jú, hvernig læt ég. Hitler hafði rangt fyrir sér, íslenska fjármálaútrásin var geðveiki og Bítlarnir eru betri en Stóns. En ég meina, svona í sambandi við málefni sem er búið að vera að tönglast á hérna árum saman: Ég get aldrei komist á einhverja skoðun og verið alveg rosalega ákveðinn á henni. Ég get ekki einu sinni kosið sama flokkinn aftur og aftur. Bakþankar 25.11.2009 22:26
Dánir og dauðir Dauðinn er ekki mikið í umræðunni á Vesturlöndum. Að minnsta kosti ekki miðað við í Mexíkó þar sem tímarit með limlestum líkum úr bílslysum eru vinsæl og haldið er upp á dag dauðra með mikilli veislu og dansandi beinagrindum í byrjun nóvember. Bakþankar 11.11.2009 17:24
Stemmingin Líðan manns er spurning um stemmingu. Jú, jú, það eru einhver efni á fleygiferð í hauskúpunni á manni sem gera sitt, en svona í grunninn þá er þetta bara spurning um stemmingu. Og stemmingunni ræður maður að miklum hluta sjálfur. Frasinn um hálf fulla eða hálf tóma glasið er sannleikanum samkvæmur. Bakþankar 28.10.2009 18:54
Þegar allt breyttist ekki Mér fannst fall Berlínarmúrsins ekkert svo merkilegt. Að minnsta kosti man ég ekkert hvað ég var að gera þegar fréttin barst. Ég man hins vegar ljóslifandi eftir 11. september 2001. Maður var alveg í smá sjokki, fyrst og fremst vegna þess að ég og Lufsan áttum pantaða New York-ferð í desember. Við höfðum skoðað myndir af mollinu sem var í kjallara World Trade Center. Hún vildi hætta við ferðina en ég náði að lempa hana til að fara. Maður tók fyrst og fremst eftir því hvað ameríski fáninn var úti um allt. Blakti alls staðar á húsum og á bílum. Bakþankar 15.10.2009 09:51
Yfirdrátturinn Hér kem ég með allt niður um mig og játa það möglunarlaust: Ég er óreiðumaður! Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Einu sinni var bankakerfið þannig að manni tókst ekki eins auðveldlega að verða óreiðumaður. Ég átti alltaf pening og skuldaði aldrei neitt í gamla daga, allavega í minningunni. Maður fór til útlanda með ferðatékka og seðlabúnt. Kreditkort voru ekki til. Maður skammtaði sér aur í þrjár vikur, en datt svo auðvitað inn í alltof góða plötubúð og eyddi um efni fram. Mér er minnisstæð síðasta vikan í Interrail-ferðinni 1983. Þá gisti ég á farfuglaheimili sem hafði þann ókost að manni var hent út á milli kl. 9 og 17. Bakþankar 30.9.2009 22:58
Fjandans sannleikurinn Margir taka mikið mark á innihaldi Biblíunnar, þótt það sé svo þversagnakennt að það megi leggja til grundvallar nánast hvaða skoðun sem er. Þannig má bæði nota bókina til að fara með eldi gegn óvinum sínum og rétta hinn vangann – allt eftir því hvernig maður sjálfur er þenkjandi. Bakþankar 16.9.2009 17:16
Landkynning Ég tók að mér hollenskt sjónvarpsþáttagerðarfólk. Þau voru að fjalla um „Ástandið á Íslandi" og höfðu fengið þá flugu í höfuðið að ég gæti sagt þeim eitthvað af viti. Ég sagði þeim að þetta væri eiginlega eins og skilnaður. Við hefðum skilið við góðæris-Ísland, gömlu kærustuna. Hún var vissulega sæt, en það var bara alltaf eitthvað að henni. Hræðilegur persónuleikagalli sem glitti í á bakvið lokkandi brosið. Núna nennti maður ekki lengur að velta sér upp úr árunum með henni, heldur vildi maður líta fram á veginn og byrja upp á nýtt. Helst með sænskri fóstru. Bakþankar 27.5.2009 23:06
Tuðland Að búa á Íslandi er eins og að búa í blokk sem er með húsfélagsfund á hverju kvöldi til að ræða hvernig teppið í stigaganginum á að vera á litinn. Það eru alltaf einhver mál "á dagskrá“, sem ég á að hafa skoðun á. Einu sinni varð ég að hafa skoðun á því hvort flugvöllurinn ætti að vera áfram í Vatnsmýri eða fara eitthvert – og þá hvert? Eins og mér væri ekki drullusama. En auðvitað þorði ég ekki að segja það. Að vera sama þykir að viðurkenna að maður sé bjáni. Bakþankar 13.5.2009 23:33
Sigur raunveruleikans Það er eins og að fara um borg sem er að koma úr löngu stríði að fara um Reykjavík. Miðborgin er full af niðurgrotnandi og auðum húsum sem áttu að víkja fyrir nýjum frábærum húsum og verslunum. Svo er það allt þetta hálfbyggða og risastóra: Turninn í Höfðaborg sem gnæfir yfir nágrenni sitt eins og tannlaus fáviti og tónleikahöllin hans Björgólfs. Það kveikir eflaust vonarneista vegfarenda um Sæbraut að sjá kranana við ferlíkið hreyfast. Oftast er þó hrafnaþingið á krönunum eina lífsmarkið. Fastir pennar 15.4.2009 17:36
Halló Tortóla, hér kem ég! Ég er að spá í að skella mér í sólina á Tortóla um páskana. Ég hef heyrt svo margt fallegt um þessa hitabeltisparadís. Eyjan er 55.7 ferkílómetrar að stærð, rúmlega fjórum sinnum stærri en Heimaey. Þarna búa um 24 þúsund manns, aðalbærinn heitir Road Town með um tíu þúsund hræðum. Bakþankar 1.4.2009 19:17
Ástandsmat í sturtu Ég hitti kunningja í sturtunni. Við þurrkuðum fagurlega skapaða líkama okkar og ræddum um (bætið við hryllingsáhrifamúsik í huganum) Ástandið. Bakþankar 4.3.2009 17:31
Fyrirgefðu Sorry seems to be the hardest word, söng Elton John um árið. Hann hitti í mark því flestir kannast við þetta: Það er bara svo fjári erfitt að biðjast afsökunar. Sérstaklega ef manni finnst maður ekki hafa gert neitt rangt. Hversu mörg pör hafa ekki setið í þrúgandi þögn yfir sjónvarpinu eftir að annað lét eitthvað vanhugsað út úr sér eða gerði einhverja vitleysu sem hitt er hundfúlt yfir? Bakþankar 18.2.2009 16:15
Skuldin Eftir því sem ég kemst næst eru skuldir þjóðarbúsins eftir bankahrunið 2.100 milljarðar. Það er víst hægt að selja eitthvað upp í - höfuðleður af útrásarvíkingum og fleira smálegt - svo þegar upp er staðið skuldar Ísland bara 1.600 milljarða. Ég fékk hjálp við að skrifa þetta með núllum. Við skuldum 1.600.000.000.000 kall. Bakþankar 4.2.2009 17:08
Vonlausasta dýrategundin Eins og mannskepnan getur nú verið frábær - nægir að nefna uppfinningu sushísins, kvikmyndir Hitchcocks og verk Fræbbblanna því til staðfestingar - er hún algjörlega ömurleg líka. Handónýt og vonlaus dýrategund. Bakþankar 7.1.2009 22:41
Humm Tveir mánuðir eru liðnir síðan skelfdur Haarde bað Guð að blessa þjóðina. Þá þyrmdi yfir hressustu stuðbolta og ég var með í maganum dögum saman á meðan daglegir blaðamannafundir skullu á þjóðinni. Í nokkrar vikur var allt á fullu í hausnum á mér, og í hverjum einasta haus á skerinu, að því er virtist. Bakþankar 17.12.2008 17:04
Forvarnir Aumingja homo sapiens að vera svona ófullkominn. Hér velkjumst við á þrautagöngunni á milli lífs og dauða, hallærislega mannleg og asnaleg eithvað. Bakþankar 11.12.2008 10:04
Ofurhetjan Kreppumann Inni í mér syngur Bonní Tyler smellinn sinn Holding out for a hero. Ég og Bonní þurfum sárlega hetju í líf okkar þessi misserin. Þar sem engin íslensk hetja er í sjónmáli hef ég brugðið á það ráð að hengja plakat af Barack Obama upp á vegg heima hjá mér. Það er skárra en ekkert. Bakþankar 26.11.2008 19:06
Lífið er einfalt Ég hef hugsað alltof mikið undarnfarnar vikur. Ég hef satt að segja hugsað mig í spað. Það væri kannski allt í lagi ef ég hefði verið að hugsa um eitthvað skemmtilegt, en svo er nú aldeilis ekki. Hugsanirnar snúast flestar um fjármál, leiðinlegasta umhugsunarefni í heimi. Bakþankar 12.11.2008 19:00
Ég, auðkýfingur Það er sannarlega ömurlegt að góðærið sé búið. Ég var nefnilega búinn að sjá pottþétta leið til að koma sjálfum mér í hóp 20-30 ríkustu auðkýfinga landsins. Nú verð ég bara að bíða af mér storminn og koma sterkur inn næst. Ég er með pottþétt plan. Bakþankar 29.10.2008 17:52
Traust Við skulum ekki leita að sökudólgum, sögðu sökudólgarnir. Næst sögðu þeir: Nú verða allir að standa saman og þið verðið að treysta okkur. Við reddum þessu. Ég og Lufsan höfum ólíkar skoðanir á þessu. Henni finnst eðlilegast að þeir sem rústuðu herbergið taki til eftir sig. Bakþankar 15.10.2008 19:35
Næsta góðæri Æi, hættu nú þessu væli! Næsta góðæri verður enn unaðslegra en það síðasta, sannaðu bara til. Og það kemur áður en þú veist af! Í næsta góðæri verða einkaþotur eitthvað svo 2007. Þá dugar ekkert nema ein Stealth á mann, sumir fá sér kjarnorkukafbáta. Wagyu-steik verður öreigamatur, sneið af nýslátruðum pandabirni verður lágmarks krafa þeirra nýríku. Bakþankar 17.9.2008 16:17
02.10.2044 Þann annan október árið 2044 verða fimm dagar í að ég verði 79 ára. Komandi afmæli verður mér þó ekki efst í huga heldur sú staðreynd að þennan dag mun ég borga síðustu afborgunina af húsnæðisláninu mínu, 480. greiðslu af 480. Bakþankar 3.9.2008 18:16
Auðnarþörfin Á Íslandi gefast mörg tækifæri til að komast í burtu frá öðru fólki og eigra einn um í náttúrunni. Við viljum græða á tálsýninni um ósnerta flotta náttúru sem kemur vel út á mynd með því að selja sárþjáðum útlendingum hana – vesalings fólkinu sem lifir lífinu utan í næsta manni í skítugum stórborgum. Eftir því sem fleiri túristar velta inn á auðnirnar erum við þó eðlilega komin í vandræði og mótsögn. Bakþankar 23.7.2008 17:37
Seljavallalaug Gamla Seljavallalaugin uppi í fjallinu er eins og kunnugt er algjör snilld. Bakþankar 9.7.2008 17:54
Bögg Ég tók strætó með hjólið upp á Akranes og hjólaði Hvalfjörðinn í bæinn. Það var frábært enda Hvalfjörður orðinn hjólareiðaparadís síðan göngin komu. Þetta voru sirka hundrað kílómetrar í brakandi blíðu og örfáir á ferli. Æðisgengið. Bakþankar 25.6.2008 22:15
Að móðgast fyrir hönd annarra Það var vandræðagangur á blaðinu þegar frétt um hommana á Hæðinni átti að birtast daginn eftir. Fyrirsögnin var Hommarnir á Hæðinni reknir úr vinnu, en hinir gagnkynhneigðu blaðamenn voru tvístígandi yfir þessu. Var fyrirsögnin móðgandi? Úr varð að hringt var í Begga og Pacas og auðvitað var þetta ekkert - Við erum hommar, hvað er málið? Bakþankar 12.6.2008 06:00
Að stimpla sig út Í viku átti ég þess kost að lifa lífinu án þess að þurfa svo mikið sem einu sinni að leiða hugann að ruglinu í borgarstjórn, Ingibjörgu og Geir, sem eru ægilega sár að Stöð 2 skuli minna þau á gömul loforð, og öllu íslenska rausinu, tuðinu og vælinu sem hér flýtur hvarvetna um eins og notaðir smokkar í skítalæk. Bakþankar 28.5.2008 18:41