Golf

Illa gengið hjá Birgi Leif

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Birgir Leifur horfir á eftir höggi í Portúgal í síðasta mánuði.
Birgir Leifur horfir á eftir höggi í Portúgal í síðasta mánuði. Nordic Photos / Getty Images
Birgir Leifur Hafþórsson hefur ekki náð sér á strik á opna ítalska meisataramótini í golfi sem er hluti af Evrópumótaröðinni.

Hann lék fyrstu sextán holurnar á fjórum höggum yfir pari og er sem stendur í 32.-37. sæti. Hann var í þriðja sæti þegar keppni hófst í morgun eftir glæsilegan árangur í gær er hann lék á sex höggum undir pari.

Keppni hefur verið hætt um stundarsakir vegna veðurs. Birgir Leifur hefur fengið fimm skolla í dag og einn fugl.

„Ég sló mjög illa í dag og var að setja mig í erfiðar aðstæður," sagði Birgir Leifur í samtali við kylfing.is í dag. „Þetta hefur verið að há mér því sveiflan hefur ekki verið nægjanlega góð undanfarnar vikur. Dagurinn í dag var lélegur hjá mér og spennustigið mun hærra en á fyrri hringjunum."

„Á morgun verð ég hreinlega að leggja allt í sölurnar og treysta því að lélegu höggin verði ekkert svo léleg. Það er búið að vera gaman af því að finna smjörþefinn af því að vera í toppbaráttunni en ég er rosalega pirraður út í sjálfan mig."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×