Grimmd á Gaza Steinunn Stefánsdóttir skrifar 9. janúar 2009 06:00 Nú hafa meira en 760 Palestínumenn fallið frá því að árásir Ísraelsmanna á Gaza hófust á þriðja degi jóla. Þar af eru meira en 200 hundruð börn. Yfir 3.000 Palestínumenn eru særðir, margir þeirra varanlega örkumlaðir. Á sama tíma hafa ellefu Ísraelsmenn fallið, þar af fjórir almennir borgarar. Hlutfall fallinna í átökunum á Gaza lýsir vel þeim aflsmun sem er milli þeirra aðila sem þarna berjast. Annars vegar er um að ræða einn best búna her í heimi og hins vegar félaga í Hamas-samtökunum sem byggja vopnabúnað sinn aðallega á heimatilbúnum sprengjum. Einnig verður að hafa í huga þær aðstæður sem íbúar á Gaza búa við. Hálf önnur milljón manna býr þar á 360 ferkílómetrum lands og 45 prósent íbúanna eru börn undir fjórtán ára aldri. Ísraelsmenn réttlæta innrásina með því að segja að hún sé svar þeirra við eldflaugaárásum Hamas-liða. Þessar eldflaugaárásir hafa vissulega grandað að jafnaði einum Ísraelsmanni á ári undanfarin ár. En þeim hefur fjarri því linnt eftir að innrásin hófst heldur hafa flugskeyti fellt fjóra Ísraelsmenn á þeim tæpu tveimur vikum sem liðnar eru síðan hún hófst. Grimmd Ísraelshers og harðfylgi hefur leitt til þess að í gær tilkynnti Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna að allri starfsemi á Gaza hefði verið hætt. Hjálparstarfsmenn Rauða hálfmánans hafa ekki heldur fengið að athafna sig á Gaza eins og venja er til með fulltrúa Rauða krossins og Rauða hálfmánans á stríðssvæðum. Þetta þýðir að í húsarústum er sært fólk innan um látið og engin hjálp berst vegna þess að ísraelski hermenn koma í veg fyrir að hjálparstarfsfólk geti unnið störf sín. Með þessu framferði sínu brýtur Ísraelsher ákvæði Genfarsáttmálans. Ljóst er að Ísrael fær aðra meðferð í alþjóðasamfélaginu en nokkurt annað ríki. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísraels hefur hingað til verið algerlega skilyrðislaus og sektarkennd Evrópubúa vegna helfararinnar gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni virðist hafa komið í veg fyrir að þær þjóðir beiti sér gegn Ísraelsmönnum. Svo virðist þó vera að með innrásinni á Gaza nú hafi Ísraelsmenn náð ákveðnum endamörkum. Í gærkvöld bárust þær fréttir úr herbúðum Sameinuðu þjóðanna að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hefðu látið af andstöðu sinni við bindandi ályktun um Gaza og myndu í sameiningu vinna að ályktun þar sem hvatt yrði til vopnahlés þegar í stað. Vonandi munu í dag eða allra næstu daga berast fréttir af vopnahléi á Gaza. Það er þó aðeins fyrsta skrefið því eftir er að leysa deiluna endalausu fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna lifa, ekki bara í aflokuðum byggðum á Gaza og Vesturbakkanum, heldur einnig í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum án þess að eiga möguleika á menntun eða starfi til að afla sér viðurværis. Það er úrlausnarefni alþjóðasamfélagsins að leysa úr málefnum þessa hóps. Þangað til verður ástandið eldfimt fyrir botni Miðjarðarhafs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun
Nú hafa meira en 760 Palestínumenn fallið frá því að árásir Ísraelsmanna á Gaza hófust á þriðja degi jóla. Þar af eru meira en 200 hundruð börn. Yfir 3.000 Palestínumenn eru særðir, margir þeirra varanlega örkumlaðir. Á sama tíma hafa ellefu Ísraelsmenn fallið, þar af fjórir almennir borgarar. Hlutfall fallinna í átökunum á Gaza lýsir vel þeim aflsmun sem er milli þeirra aðila sem þarna berjast. Annars vegar er um að ræða einn best búna her í heimi og hins vegar félaga í Hamas-samtökunum sem byggja vopnabúnað sinn aðallega á heimatilbúnum sprengjum. Einnig verður að hafa í huga þær aðstæður sem íbúar á Gaza búa við. Hálf önnur milljón manna býr þar á 360 ferkílómetrum lands og 45 prósent íbúanna eru börn undir fjórtán ára aldri. Ísraelsmenn réttlæta innrásina með því að segja að hún sé svar þeirra við eldflaugaárásum Hamas-liða. Þessar eldflaugaárásir hafa vissulega grandað að jafnaði einum Ísraelsmanni á ári undanfarin ár. En þeim hefur fjarri því linnt eftir að innrásin hófst heldur hafa flugskeyti fellt fjóra Ísraelsmenn á þeim tæpu tveimur vikum sem liðnar eru síðan hún hófst. Grimmd Ísraelshers og harðfylgi hefur leitt til þess að í gær tilkynnti Hjálparstofnun Sameinuðu þjóðanna að allri starfsemi á Gaza hefði verið hætt. Hjálparstarfsmenn Rauða hálfmánans hafa ekki heldur fengið að athafna sig á Gaza eins og venja er til með fulltrúa Rauða krossins og Rauða hálfmánans á stríðssvæðum. Þetta þýðir að í húsarústum er sært fólk innan um látið og engin hjálp berst vegna þess að ísraelski hermenn koma í veg fyrir að hjálparstarfsfólk geti unnið störf sín. Með þessu framferði sínu brýtur Ísraelsher ákvæði Genfarsáttmálans. Ljóst er að Ísrael fær aðra meðferð í alþjóðasamfélaginu en nokkurt annað ríki. Stuðningur Bandaríkjanna við Ísraels hefur hingað til verið algerlega skilyrðislaus og sektarkennd Evrópubúa vegna helfararinnar gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni virðist hafa komið í veg fyrir að þær þjóðir beiti sér gegn Ísraelsmönnum. Svo virðist þó vera að með innrásinni á Gaza nú hafi Ísraelsmenn náð ákveðnum endamörkum. Í gærkvöld bárust þær fréttir úr herbúðum Sameinuðu þjóðanna að Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar hefðu látið af andstöðu sinni við bindandi ályktun um Gaza og myndu í sameiningu vinna að ályktun þar sem hvatt yrði til vopnahlés þegar í stað. Vonandi munu í dag eða allra næstu daga berast fréttir af vopnahléi á Gaza. Það er þó aðeins fyrsta skrefið því eftir er að leysa deiluna endalausu fyrir botni Miðjarðarhafs þar sem hundruð þúsunda Palestínumanna lifa, ekki bara í aflokuðum byggðum á Gaza og Vesturbakkanum, heldur einnig í flóttamannabúðum í nágrannaríkjunum án þess að eiga möguleika á menntun eða starfi til að afla sér viðurværis. Það er úrlausnarefni alþjóðasamfélagsins að leysa úr málefnum þessa hóps. Þangað til verður ástandið eldfimt fyrir botni Miðjarðarhafs.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun