Íslenski boltinn

Björgólfur: Allir voru að skila sínu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Björgólfur Takefusa.
Björgólfur Takefusa. Mynd/Daníel

Framherjinn Björgólfur Takefusa átti frábæra innkomu í 2-0 sigri KR gegn Larissa í kvöld og skoraði seinna mark Vesturbæinga í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

Björgólfur var mjög líflegur eftir að hann kom inn á sem varamaður fyrir Guðmund Benediktsson þegar um tuttugu mínútur lifðu leiks og hefði hæglega getað skorað fleiri mörk.

„Ég er mjög sáttur með þetta og 2-0 sigur á móti svona sterkum andstæðing er náttúrulega frábært fyrir okkur að fara út í seinni leikinn með tveggja marka forskot. Leikskipulagið gekk náttúrlega hundrað prósent upp hjá okkur og allir voru að skila sínu. Við mættum tilbúnir í leikinn en það sem skiptir líka máli var að við vorum afslappaðir og náðum að spila góðan bolta. Þess vegna náðum við að skapa okkur góð marktækifæri til þess að vinna leikinn," segir Björgólfur.

„Ég hugsa að það leikmenn Larissa hafi líka verið með ákveðið vanmat og við gengum á lagið. Við þurfum núna að mæta í sama gír í seinni leikinn og klára dæmið. Við megum alls ekki fara út bara til að verjast heldur verðum við sækja á þá líka," segir Björgólfur ákveðinn.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×