Umfjöllun: Jafntefli í toppslag Vals og Stjörnunnar Ómar Þorgeirsson skrifar 8. júní 2009 19:56 Kristín Ýr Bjarnadóttir í baráttu við leikmenn Stjörnunnar í kvöld. Mynd/Stefán Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir) Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Sjá meira
Valur og Stjarnan skildu jöfn, 2-2, í toppslag Pepsi-deildar kvenna á Vodafonevellinum í kvöld. Valsstúlkur fengu miklu fleiri marktækifæri í leiknum en Stjörnustúlkur börðust grimmilega og Sandra Sigurðardóttir markvörður Stjörnunnar fór hreinlega á kostum í markinu. Stjarnan komst yfir á 34. mínútu, nokkuð gegn gangi leiksins, en undirbúningur marksins var einkar glæsilegur. Stjörnustúlkan Björk Gunnarsdóttir lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum og gaf svo á Soffíu Arnþrúði Gunnarsdóttur sem skoraði með skoti frá vítateignum sem hafði viðkomu í varnarmanni Vals. Staðan var 0-1 fyrir Stjörnuna á hálfleik. Valur byrjaði hins vegar með látum í seinni hálfleik og strax á 50. mínútu jafnaði Kristín Ýr Bjarnadóttir leikinn fyrir Val. Stuttu síðar tóku Valsstúlkur svo forystu í leiknum þegar Rakel Logadóttir skoraði með föstu skoti eftir sendingu frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. Mikil harka færðist í leikinn á lokakaflanum og fljúgandi tæklingar út um allan völl, enda toppsætið í húfi. Valsstúlkur fengu sem fyrr beittari færi en það voru Stjörnustúlkur sem skoruðu. Aðdragandi marksins var umdeildur en Sigurhjörtur Snorrason dómari leiksins dæmdi þá vítaspyrnu að því er virtist fyrir bakhrindingu á Aniku Laufeyju Baldursdóttur í vítateig Vals en mikil þvaga myndaðist í teignum og erfitt var að sjá hvað gerðist. Leikmenn Vals vildu hins vegar fá hendi dæmda á Aniku Laufeyju en hún handlék boltann greinilega eftir að meint brot hafði átt sér stað. Upphaflega dóminum var þó ekki haggað og Ásgerður Stefanía Baldursdóttir brá sér á vítapunktinn en María Björg varði skot hennar. Ásgerður Stefanía hirti hins vegar frákastið og skoraði þá af miklu öryggi. Mark Ásgerðar Stefaníu reyndist lokamark leiksins og Stjörnustúlkur eðlilega sáttar í leikslok, með að hafa fengið stigið, en Valsstúlkur voru sárar og svekktar. Liðin eru nú efst og jöfn á toppi deildarinnar með sextán stig, ásamt Breiðabliki, en Valur er með besta markahlutfallið af liðunum þremur. Valur - Stjarnan 2-2 0-1 Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (34.) 1-1 Kristín Ýr Bjarnadóttir (50.) 2-1 Rakel Logadóttir (57.) 2-2 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir (86.) Vodafonevöllurinn. Áhorfendur: Óuppgefið. Dómari: Sigurhjörtur Snorrason Skot (á mark):15-9 (6-4)Varin skot: Sandra 4 - María Björg 2Horn: 8-5Aukaspyrnur fengnar: 17-14Rangstöður: 8-0 Valur (4-4-2): María Björg Ágústsdóttir Sif Atladóttir Pála Marie Einarsdóttir Embla Sigríður Grétarsdóttir Thelma Björk Einarsdóttir Rakel Logadóttir Katrín Jónsdóttir Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Hallbera Guðný Gísladóttir (90., Andrea Ýr Gústavsdóttir) Kristín Ýr Bjarnadóttir (74., Dagný Brynjarsdóttir) Dóra María Lárusdóttir Stjarnan (4-5-1): Sandra Sigurðardóttir Guðríður Hannesdóttir Eyrún Guðmundsdóttir Anna Björk Kristjánsdóttir Kristrún Kristjánsdóttir Inga Birna Friðjónsdóttir (45., Helga Franklínsdóttir) Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ÁSgerður Stefanía Baldursdóttir Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir (82., Anika Laufey Baldursdóttir) Edda María Birgisdóttir Björk Gunnarsdóttir (73., Karen Sturludóttir)
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Sagði konu sinni og börnum að lesa ekki kommentin Fótbolti Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Enski boltinn Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Handbolti Segja leikmenn hafa kvartað undan Guðmundi Handbolti Ferðaðist nærri 9000 km og borgaði fúlgur fjár fyrir ógildan miða Enski boltinn Wirtz alveg kominn með nóg af einni ráðleggingu Enski boltinn Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Golf Baðst afsökunar eftir algjöra „heimsku“ Enski boltinn Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Golf Lítur á McGinn sem vin eftir magnaða stund saman á Villa Park Enski boltinn Fleiri fréttir Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Uppgjörið: Tindastóll - FH 0-4 | Öruggur sigur gestanna Sjá meira