Woods fór illa að ráði sínu Hjalti Þór Hreinsson skrifar 12. apríl 2009 21:23 Tiger og Mickelson á hringnum sínum í dag. Mynd/Getty Images Bæði Tiger Woods og Phil Mickelson fóru illa að ráði sínu undir lokin á hringjum sínum á Masters mótinu í golfi sem er við það að klárast. Þeir voru saman í ráshóp og áttu báðir góða hringi. Undir lokin gerðu þeir þó báðir of mörg mistök og vinna því ekki mótið í ár. Þeir komust báðir lægst á tíu undir par. Tiger klúðraði upphafshöggi sínu á sautjándu brautinni og fékk þar skolla, sinn fyrsta í dag. Hann hitti heldur ekki 18. brautina og skaut svo í tré í öðru skotinu sínu. Hann hefði þurft fugl til að setja einhverja pressu á efstu menn en mistókst það, endaði á skolla og lauk keppni á átta undir pari. Mickelson missti stutt pútt á tveimur holum undir lokin sem gerðu út um vonir hans, auk þess sem hann fékk tvöfaldan skolla sem varð honum dýrkeyptur. Hann endaði á níu höggum undir pari. Kenny Perry er efstur sem stendur á tólf höggum undir pari, einu höggi á undan Chad Campbell. Hann á fimm holur eftir. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bæði Tiger Woods og Phil Mickelson fóru illa að ráði sínu undir lokin á hringjum sínum á Masters mótinu í golfi sem er við það að klárast. Þeir voru saman í ráshóp og áttu báðir góða hringi. Undir lokin gerðu þeir þó báðir of mörg mistök og vinna því ekki mótið í ár. Þeir komust báðir lægst á tíu undir par. Tiger klúðraði upphafshöggi sínu á sautjándu brautinni og fékk þar skolla, sinn fyrsta í dag. Hann hitti heldur ekki 18. brautina og skaut svo í tré í öðru skotinu sínu. Hann hefði þurft fugl til að setja einhverja pressu á efstu menn en mistókst það, endaði á skolla og lauk keppni á átta undir pari. Mickelson missti stutt pútt á tveimur holum undir lokin sem gerðu út um vonir hans, auk þess sem hann fékk tvöfaldan skolla sem varð honum dýrkeyptur. Hann endaði á níu höggum undir pari. Kenny Perry er efstur sem stendur á tólf höggum undir pari, einu höggi á undan Chad Campbell. Hann á fimm holur eftir.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira