Emil: Erum tilbúnir að deyja fyrir Ísland á miðvikudaginn Hjalti Þór Hreinsson skrifar 29. mars 2009 22:17 Emil í leik Íslands og Hollands. Mynd/Getty Images Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil. Íslenski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Emil Hallfreðsson virðist vera í góðum gír fyrir leikinn gegn Skotum á miðvikudaginn. Í viðtali við skosku pressuna sagði hann meðal annars að hann vonist til að einhver frá Tottenham verði á vellinum og sjái að félagið hafi gert mistök með því að gefa honum ekki fleiri tækifæri í skammri dvöl hans hjá félaginu. Emil spilar nú á Ítalíu með Reggina en þrettán leikmenn voru keyptir til Tottenham í félagaskiptaglugganum sem Emil kom í. „Reynsla mín á Englandi voru mér gríðarleg vonbrigði, ég fékk bara engin tækifæri en mig langar þangað aftur," sagði Emil sem útilokaði reyndar ekki að fara til Skotlands. „Ég vil sanna að ég geti spilað á meðal þeirra bestu. Kannski verður einhver frá Tottenham á Hampden - Ég mun leggja mig 150 prósent fram í leiknum til að sýna þeim að þeir gerðu mistök," sagði Emil ákveðinn. Emil segir einnig að Holland sé eðlilega sigurstranglegasta liðið í riðlinum en keppnin sé á milli Íslands og Skotlands um annað sætið. „Það er mikilvægt fyrir okkur að berjast hatrammlega. Ef ég á að vera hreinskilinn verðum við að vera tilbúnir til að deyja fyrir landið okkar á miðvikudaginn," sagði Emil. „Við teljum að við eigum góða möguleika á að komast áfram, og þetta er einn stærsti leikur í sögu okkar þannig að við erum bjartsýnir. Mér fannst við verðskulda jafntefli í Reykjavík. Við vorum óheppnir en Skotland er með gott lið og marga góða leikmenn úr stórum félögum í Skotlandi og á Englandi." „Mér líkar vel við James McFadden en ég veit að hann missir af leiknum. Það eru frábær tíðindi fyrir okkur. Darren Fletcher er líka góður leikmaður og það kemur mér alltaf á óvart þegar fólk talar hann niður og segir að hann sé ekkert það góður. Hann er kannski ekki skærasta stjarnan á Old Trafford en hann fær ekki það hrós sem ann á skilið," sagði Emil.
Íslenski boltinn Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira