Golf

Hver er sá högglengsti á Íslandi í dag?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Íslandsmótið í höggleik fer að þessu sinni fram á Grafarholtsvelli í Reykjavík 23.-26. júlí og er undirbúningur mótsins í fullum gangi. Við þetta tilefni ætla mótshaldarar að finna út hver sé högglengsti kylfingur Íslands 2009.

Að loknum síðasta æfingahring, miðvikudeginum 22. júlí, verður haldin keppnin „Berserkur", sem er högglengdarkeppni. Á heimasíðu Golfsambandsins kemur fram að nú þegar hafa nokkrar af helstu sleggjum landsins samþykkt þátttöku. Þar eru fremstir í flokki Axel Bóasson og gömlu kempurnar Sigurjón Arnarsson og Sigurður Pétursson.

Það verður keppt í karla- og kvennaflokki og eru verðlaunin ekki af verri endanum, splunkunýr Talyor Made R9 driver.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×