Yang vann Tiger á síðasta risamóti ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2009 23:10 Y.E. Yang á vellinum í dag. Nordic Photos / AFP Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem að Tiger Woods vinnur ekki stórmót eftir að hann var með forystuna þegar keppni á lokadeginum hófst. Hann hefur alls unnið fjórtán risamót. Sigur Yang var sérlega glæsilegur. Hann lék vel í allan dag og tók fram úr Tiger á fjórtándu holu þegar hann fékk örn og komst á átta högg undir par. Tiger var þá á sjö höggum undir pari. Báðir fengu þeir skolla á sautjándu en á þeirri átjándu fékk Yang fugl eftir glæsilegt högg inn á flöt. Tiger hitti hins vegar ekki flötina og þurfti svo að tvípútta. Hann lauk því keppni á fimm undir pari en Yang á átta undir pari. Tiger var aldrei líkur sjálfum sér í dag og átti sérstaklega erfitt með púttin. Hann lék á alls 75 höggum í dag en Yang lék á 70 höggum. Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem að Tiger Woods vinnur ekki stórmót eftir að hann var með forystuna þegar keppni á lokadeginum hófst. Hann hefur alls unnið fjórtán risamót. Sigur Yang var sérlega glæsilegur. Hann lék vel í allan dag og tók fram úr Tiger á fjórtándu holu þegar hann fékk örn og komst á átta högg undir par. Tiger var þá á sjö höggum undir pari. Báðir fengu þeir skolla á sautjándu en á þeirri átjándu fékk Yang fugl eftir glæsilegt högg inn á flöt. Tiger hitti hins vegar ekki flötina og þurfti svo að tvípútta. Hann lauk því keppni á fimm undir pari en Yang á átta undir pari. Tiger var aldrei líkur sjálfum sér í dag og átti sérstaklega erfitt með púttin. Hann lék á alls 75 höggum í dag en Yang lék á 70 höggum.
Golf Mest lesið Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Lagði upp mark í fyrsta leiknum í Póllandi Fótbolti Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Íslenski boltinn Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Elías skoraði og Stefán lagði upp Fótbolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Handbolti Búbbluhausinn verður í banni Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira