Yang vann Tiger á síðasta risamóti ársins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. ágúst 2009 23:10 Y.E. Yang á vellinum í dag. Nordic Photos / AFP Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem að Tiger Woods vinnur ekki stórmót eftir að hann var með forystuna þegar keppni á lokadeginum hófst. Hann hefur alls unnið fjórtán risamót. Sigur Yang var sérlega glæsilegur. Hann lék vel í allan dag og tók fram úr Tiger á fjórtándu holu þegar hann fékk örn og komst á átta högg undir par. Tiger var þá á sjö höggum undir pari. Báðir fengu þeir skolla á sautjándu en á þeirri átjándu fékk Yang fugl eftir glæsilegt högg inn á flöt. Tiger hitti hins vegar ekki flötina og þurfti svo að tvípútta. Hann lauk því keppni á fimm undir pari en Yang á átta undir pari. Tiger var aldrei líkur sjálfum sér í dag og átti sérstaklega erfitt með púttin. Hann lék á alls 75 höggum í dag en Yang lék á 70 höggum. Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Suður-Kóreumaðurinn Y.E. Yang vann glæsilegan sigur í PGA-meistaramótinu í Bandaríkjunum í kvöld og varð þar með fyrsti Asíubúinn til að vinna stórmót í golfi. Þetta er einnig í fyrsta sinn sem að Tiger Woods vinnur ekki stórmót eftir að hann var með forystuna þegar keppni á lokadeginum hófst. Hann hefur alls unnið fjórtán risamót. Sigur Yang var sérlega glæsilegur. Hann lék vel í allan dag og tók fram úr Tiger á fjórtándu holu þegar hann fékk örn og komst á átta högg undir par. Tiger var þá á sjö höggum undir pari. Báðir fengu þeir skolla á sautjándu en á þeirri átjándu fékk Yang fugl eftir glæsilegt högg inn á flöt. Tiger hitti hins vegar ekki flötina og þurfti svo að tvípútta. Hann lauk því keppni á fimm undir pari en Yang á átta undir pari. Tiger var aldrei líkur sjálfum sér í dag og átti sérstaklega erfitt með púttin. Hann lék á alls 75 höggum í dag en Yang lék á 70 höggum.
Golf Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira