Ákvarðana er enn beðið Óli Kristján Ármannsson skrifar 9. mars 2009 06:00 Fyrir helgi fjölluðu Samtök iðnaðarins um þá stöðu sem hér er kominn upp í hagkerfinu og leiðir til úrlausnar á árvissu Iðnþingi sínu. Þar kom meðal annars fram í máli manna að Evrópusambandið væri ekki valkostur, heldur nauðsyn. Undir lok þessarar viku er önnur árviss samkoma af svipuðum meiði, en þá blæs Viðskiptaráð Íslands til Viðskiptaþings 2009. Viðskiptaráð hefur ekki verið jafnafdráttarlaust í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar og krónunnar og Samtök iðnaðarins hafa verið. Í fyrra var yfirskrift Viðskiptaþings „Íslenska krónan, byrði eða blóraböggull?" og gefin út skýrsla með sömu yfirskrift. Niðurstaðan þar var sú að ætti að halda hér sjálfstæðri mynt yrði ávinningur sjálfstæðrar peningastefnu að vega þyngra en fórnarkostnaður hennar. Nú liggur fyrir að fjármálakerfi þjóðarinnar hefur verið fórnað og ljóst krónan verður seint uppspretta stöðugleika í hagkerfinu. Í skýrslunni var um leið velt upp að aukinn efnahagslegur stöðugleiki væri grundvallarforsenda þess að hægt yrði að halda krónunni. „Frá upptöku verðbólgumarkmiðs má að mestu rekja ójafnvægið sem ríkt hefur í hagkerfinu til ákvarðana og umsvifa hins opinbera. Á sama tíma og ráðist hefur verið í fjölmörg hagvaxtarhvetjandi verkefni hefur hið opinbera ekki dregið seglin saman sem skildi. Það má því segja að vandamálið sé tvíþætt. Annars vegar skortir stjórnvöld skilning eða vilja til að tímasetja hagvaxtarhvetjandi verkefni með skynsamlegum hætti. Hins vegar hafa almenn umsvif hins opinbera frekar verið sveifluhvetjandi en jafnandi," segir þar. Forvitnilegt verður að sjá hvaða pól samtökin taka í hæðina hvað varðar framtíðarskipan peningamála hér. Að þessu sinni er yfirskrift Viðskiptaþings „Endurreisn hagkerfisins." Í pallborði verða formenn stjórnmálaflokkanna og geta þá væntanlega svarað því hvaða stefnu þeir vilja taka í peningamálum, hvort krónunni verði haldið til langframa. Þá kunna þeir ef til vill að skýra þann drátt sem orðinn er á stefnumörkun í mikilvægum málum sem taka þarf á til að mögulegt verði að byggja hér trúverðugt fjármálakerfi á rústum þess fallna. Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins upplýsti í viðtali í Markaðnum í síðustu viku að strax í nóvember hefði legið fyrir margir þeirra málaflokka sem taka þyrfti afstöðu til áður en næstu skref yrðu hér stigin í endurreisninni. Þá hafi orðið vatnaskil í uppbyggingarstarfi þegar stjórnmálamenn tóku að ýta undir ómarkvissa orðræðu í samfélaginu og leit að sökudólgum hér innanlands, þegar öllum mátti samt ljóst vera af hverju bankarnir féllu. Ef raunin er sú að barnalegt karp, ótti við að axla ábyrgð á mistökum fortíðar og ákvarðanatökufælni háir svo mjög þeim hópi fólks sem hér hefur verið valinn til að stýra landinu þá er alveg ljóst að kosningar hér hefðu ekki mátt vera mikið seinna á ferðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun
Fyrir helgi fjölluðu Samtök iðnaðarins um þá stöðu sem hér er kominn upp í hagkerfinu og leiðir til úrlausnar á árvissu Iðnþingi sínu. Þar kom meðal annars fram í máli manna að Evrópusambandið væri ekki valkostur, heldur nauðsyn. Undir lok þessarar viku er önnur árviss samkoma af svipuðum meiði, en þá blæs Viðskiptaráð Íslands til Viðskiptaþings 2009. Viðskiptaráð hefur ekki verið jafnafdráttarlaust í afstöðu sinni til Evrópusambandsaðildar og krónunnar og Samtök iðnaðarins hafa verið. Í fyrra var yfirskrift Viðskiptaþings „Íslenska krónan, byrði eða blóraböggull?" og gefin út skýrsla með sömu yfirskrift. Niðurstaðan þar var sú að ætti að halda hér sjálfstæðri mynt yrði ávinningur sjálfstæðrar peningastefnu að vega þyngra en fórnarkostnaður hennar. Nú liggur fyrir að fjármálakerfi þjóðarinnar hefur verið fórnað og ljóst krónan verður seint uppspretta stöðugleika í hagkerfinu. Í skýrslunni var um leið velt upp að aukinn efnahagslegur stöðugleiki væri grundvallarforsenda þess að hægt yrði að halda krónunni. „Frá upptöku verðbólgumarkmiðs má að mestu rekja ójafnvægið sem ríkt hefur í hagkerfinu til ákvarðana og umsvifa hins opinbera. Á sama tíma og ráðist hefur verið í fjölmörg hagvaxtarhvetjandi verkefni hefur hið opinbera ekki dregið seglin saman sem skildi. Það má því segja að vandamálið sé tvíþætt. Annars vegar skortir stjórnvöld skilning eða vilja til að tímasetja hagvaxtarhvetjandi verkefni með skynsamlegum hætti. Hins vegar hafa almenn umsvif hins opinbera frekar verið sveifluhvetjandi en jafnandi," segir þar. Forvitnilegt verður að sjá hvaða pól samtökin taka í hæðina hvað varðar framtíðarskipan peningamála hér. Að þessu sinni er yfirskrift Viðskiptaþings „Endurreisn hagkerfisins." Í pallborði verða formenn stjórnmálaflokkanna og geta þá væntanlega svarað því hvaða stefnu þeir vilja taka í peningamálum, hvort krónunni verði haldið til langframa. Þá kunna þeir ef til vill að skýra þann drátt sem orðinn er á stefnumörkun í mikilvægum málum sem taka þarf á til að mögulegt verði að byggja hér trúverðugt fjármálakerfi á rústum þess fallna. Fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins upplýsti í viðtali í Markaðnum í síðustu viku að strax í nóvember hefði legið fyrir margir þeirra málaflokka sem taka þyrfti afstöðu til áður en næstu skref yrðu hér stigin í endurreisninni. Þá hafi orðið vatnaskil í uppbyggingarstarfi þegar stjórnmálamenn tóku að ýta undir ómarkvissa orðræðu í samfélaginu og leit að sökudólgum hér innanlands, þegar öllum mátti samt ljóst vera af hverju bankarnir féllu. Ef raunin er sú að barnalegt karp, ótti við að axla ábyrgð á mistökum fortíðar og ákvarðanatökufælni háir svo mjög þeim hópi fólks sem hér hefur verið valinn til að stýra landinu þá er alveg ljóst að kosningar hér hefðu ekki mátt vera mikið seinna á ferðinni.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun