Skaðabótaskylda stjórnenda Samvinnutrygginga ehf. er fyrnd 8. desember 2009 12:35 Skaðabótaskylda stjórnenda Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga er fyrnd, hafi hún verið fyrir hendi, að mati Lagastofnunar Háskólans. Þetta kemur fram í skýrslu um starfsemi Samvinnutrygginga, eignarhaldsfélags samvinnutrygginga og dótturfélaga, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fram kemur í skýrslunni, og greint var frá í fréttum Stöðvar tvö í gær, að slíta hefði átt Samvinnutryggingum árið 1994, samkvæmt skýrslunni. Það var ekki gert og síðar tók félagið þátt í ýmsum fjárfestingum, meðal annars kaupum á Búnaðarbankanum. Fjárfestingafélagið Gift var svo stofnað í hittiðfyrra og stóð til að allir sem áttu réttindi í samvinnutryggingum, fjöldi fyrirtækja og tugþúsundir einstaklinga, fengju þar hlutabréf. Helstu eignir félagsins hurfu í hruninu og eftir standa milljarðaskuldir. Eignarhaldsfélagið Samvinnnutryggingar varð til árið 1994 úr Samvinnutrygginum. Í skýrslunni kemur fram að Vátryggingareftirlitinu hefði á sínum tíma verið óheimilt að samþykkja formbreytinguna; sú skylda hafi hins vegar hvílt á stjórn félagsins og fulltrúaráði að slíta félaginu. Í skýrslunni segir að afstaða Vátryggingareftirlitsins hafi skipt sköpum í málinu því formbreytingin hefði ekki komið til án samþykkis þessa opinbera eftirlitsaðila. Velt er vöngum yfir hugsanlegri skaðabótaskyldu stjórnar félagsins og fulltrúaráðs, og eftir atvikum opinberra aðila; vegna þess að félaginu var ekki slitið á þessum tíma. Lítill vafi sé á því að brot hafi verið framið með ólögmætum og saknæmum hætti, þannig að bótaskilyrðum hafi verið fullnægt. Niðurstaða skýrsluhöfundar er hins vegar sú að skaðabótaskyldan sé nú fyrnd, hafi hún verið fyrir hendi. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins hefur verið boðað til fundar átjánda desember næstkomandi. Þar verður skýrslan kynnt og er búist vioð því að í kjölfarið verði tekin ákvörðun um framtíð félagsins og Fjárfestingarfélagsins Giftar, en farið hefur verið fram á það við kröfuhafa Giftar að þeir samþykkir að félagið fái að leita nauðasamninga. Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira
Skaðabótaskylda stjórnenda Eignarhaldsfélagsins Samvinnutrygginga er fyrnd, hafi hún verið fyrir hendi, að mati Lagastofnunar Háskólans. Þetta kemur fram í skýrslu um starfsemi Samvinnutrygginga, eignarhaldsfélags samvinnutrygginga og dótturfélaga, sem fréttastofa hefur undir höndum. Fram kemur í skýrslunni, og greint var frá í fréttum Stöðvar tvö í gær, að slíta hefði átt Samvinnutryggingum árið 1994, samkvæmt skýrslunni. Það var ekki gert og síðar tók félagið þátt í ýmsum fjárfestingum, meðal annars kaupum á Búnaðarbankanum. Fjárfestingafélagið Gift var svo stofnað í hittiðfyrra og stóð til að allir sem áttu réttindi í samvinnutryggingum, fjöldi fyrirtækja og tugþúsundir einstaklinga, fengju þar hlutabréf. Helstu eignir félagsins hurfu í hruninu og eftir standa milljarðaskuldir. Eignarhaldsfélagið Samvinnnutryggingar varð til árið 1994 úr Samvinnutrygginum. Í skýrslunni kemur fram að Vátryggingareftirlitinu hefði á sínum tíma verið óheimilt að samþykkja formbreytinguna; sú skylda hafi hins vegar hvílt á stjórn félagsins og fulltrúaráði að slíta félaginu. Í skýrslunni segir að afstaða Vátryggingareftirlitsins hafi skipt sköpum í málinu því formbreytingin hefði ekki komið til án samþykkis þessa opinbera eftirlitsaðila. Velt er vöngum yfir hugsanlegri skaðabótaskyldu stjórnar félagsins og fulltrúaráðs, og eftir atvikum opinberra aðila; vegna þess að félaginu var ekki slitið á þessum tíma. Lítill vafi sé á því að brot hafi verið framið með ólögmætum og saknæmum hætti, þannig að bótaskilyrðum hafi verið fullnægt. Niðurstaða skýrsluhöfundar er hins vegar sú að skaðabótaskyldan sé nú fyrnd, hafi hún verið fyrir hendi. Fulltrúaráð Eignarhaldsfélagsins hefur verið boðað til fundar átjánda desember næstkomandi. Þar verður skýrslan kynnt og er búist vioð því að í kjölfarið verði tekin ákvörðun um framtíð félagsins og Fjárfestingarfélagsins Giftar, en farið hefur verið fram á það við kröfuhafa Giftar að þeir samþykkir að félagið fái að leita nauðasamninga.
Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Sjá meira