Íslenski boltinn

ÍH áfram í 2. deild eftir allt

Elvar Geir Magnússon skrifar

Í dag var tilkynnt að ÍH og Hamrarnir/Vinir hafi ákveðið að tefla fram sameiginlegu liði á komandi tímabili. Mun liðið taka sæti Hamrana/Vina í 2. deild.

ÍH missi sæti sitt í 2. deild eftir að liðinu var dæmdur 3-0 ósigur gegn Tindastóli síðasta sumar. Talsvert var fjallað um málið í fjölmiðlum en úrskurðinum var ekki haggað.

Með sameiningunni er þó ljóst að ÍH verður í 2. deild næsta sumar en Hamrarnir/Vinir komust upp úr 3. deildinni á síðasta tímabili. Hið sameinaða lið, ÍH/Hamrarnir/Vinir, leikur heimaleiki sína á Ásvöllum í Hafnarfirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×