KA vann grannaslaginn gegn Þór Hjalti Þór Hreinsson skrifar 15. maí 2009 21:31 Dean Martin bíður rólegur eftir að hafa fiskað eina af fjöldamörgum aukaspyrnum sínum í kvöld. Þórsarar bíða óþreyjufullir eftir að leikurinn haldi áfram. Vísir.is/Hjalti Þór KA fór með verðskuldaðan sigur úr grannaslagnum gegn Þór á Akureyrarvelli í kvöld. Andri Fannar Stefánsson skoraði líklega mark ársins í 1. deildinni og kom KA yfir í fyrri hálfleik og Norbert Farkas bætti við öðru marki í seinni hálfleik í 2-0 sigri. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa lengst af. Hann var hægur og barátta einkenndi hann. Það kom þó líklega fáum á óvart enda andar kalt á milli félaganna hér á Akureyri. Í raun gerðist fátt markvert áður en Andri Fannar skoraði töframarkið sitt. Í skærbleikum skóm tók hann bolta á lofti sem skallaður hafði verið burt frá marki Þórs, þrumaði honum viðstöðulaust með föstu skoti í stöngina og inn. Hreint magnað mark hjá stráknum sem var klárlega maður leiksins í kvöld. Þrátt fyrir ungan aldur stjórnaði hann miðjuspili KA frá A til Ö. Hvort lið fékk eitt fínt færi en bæði skotin voru af markteig og bæði voru þau framhjá. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir KA en Þórsarar voru meira með boltann án þess að ná að skapa sér góð færi. Svipuð staða var í seinni hálfleik. Þórsarar freistuðu þess að jafna og næst því komst þjálfarinn sjálfur Lárus Orri Sigurðsson en Sandor Matus, hinn kattliðugi markmaður KA, varði vel. Norbert Farkas gerði út um leikinn þegar hann skoraði með skoti í þaknetið eftir aukaspyrnu í teig Þórs, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Um 1000 manns voru á Akureyrarvelli í kvöld. Vörn Þórs opnaðist mikið undir lokin þegar liðið reyndi að klóra í bakkann og KA fékk fleiri færi til að bæta við en Þór að minnka muninn. Sanngjarn sigur KA, 2-0, staðreynd. Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira
KA fór með verðskuldaðan sigur úr grannaslagnum gegn Þór á Akureyrarvelli í kvöld. Andri Fannar Stefánsson skoraði líklega mark ársins í 1. deildinni og kom KA yfir í fyrri hálfleik og Norbert Farkas bætti við öðru marki í seinni hálfleik í 2-0 sigri. Leikurinn var leiðinlegur á að horfa lengst af. Hann var hægur og barátta einkenndi hann. Það kom þó líklega fáum á óvart enda andar kalt á milli félaganna hér á Akureyri. Í raun gerðist fátt markvert áður en Andri Fannar skoraði töframarkið sitt. Í skærbleikum skóm tók hann bolta á lofti sem skallaður hafði verið burt frá marki Þórs, þrumaði honum viðstöðulaust með föstu skoti í stöngina og inn. Hreint magnað mark hjá stráknum sem var klárlega maður leiksins í kvöld. Þrátt fyrir ungan aldur stjórnaði hann miðjuspili KA frá A til Ö. Hvort lið fékk eitt fínt færi en bæði skotin voru af markteig og bæði voru þau framhjá. Staðan í hálfleik var 1-0 fyrir KA en Þórsarar voru meira með boltann án þess að ná að skapa sér góð færi. Svipuð staða var í seinni hálfleik. Þórsarar freistuðu þess að jafna og næst því komst þjálfarinn sjálfur Lárus Orri Sigurðsson en Sandor Matus, hinn kattliðugi markmaður KA, varði vel. Norbert Farkas gerði út um leikinn þegar hann skoraði með skoti í þaknetið eftir aukaspyrnu í teig Þórs, við gríðarlegan fögnuð heimamanna. Um 1000 manns voru á Akureyrarvelli í kvöld. Vörn Þórs opnaðist mikið undir lokin þegar liðið reyndi að klóra í bakkann og KA fékk fleiri færi til að bæta við en Þór að minnka muninn. Sanngjarn sigur KA, 2-0, staðreynd.
Íslenski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Sjá meira