Fótbolti

Eiður Smári: Sjálfstraust Skota beið hnekki

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen segir að ef Ísland æti sér að berjast um annað sæti í riðli sínum í undankeppni HM verði það að vinna Skota á Hampden Park á miðvikudaginn.

"Við höfum alltaf átt í erfiðleikum með Skota og ég held að þeir hafi alltaf unnið okkur, svo þetta verður mjög erfiður leikur. Ég er viss um að þeir munu vilja bæta fyrir tapið síðast, en það er engin skömm að fara til Hollands og tapa þar," sagði Eiður við Sky en Skotar töpuðu 3-0 fyrir Hollendingum í gær.

"Þetta snýst bara um hvernig þeir tapa, og kannski beið sjálfstraustið þeirra hnekki, en ég er viss um að þeir hlakki til leiksins á miðvikudaginn. Ég held að það sé aldrei leikur sem maður verður að vinna þegar þú spilar fyrir Ísland. En ef þú skoðar töfluna og sérð stigin þá er þetta líklega leikur sem við verðum að vinna ætlum við okkur annað sætið," sagði Eiður.

Aron Einar Gunnarsson telur að pressan sé öll á Skotum. "Þetta verður klárlega erfiður leikur," sagði hann. "Skotar hafa mun fleiri gæða leikmenn innan sinna raða en við en við verðum bara að einbeita okkur að okkar leik," sagði Aron.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×