Ráðgjöf um íslensku bankana gagnrýnd á breska þinginu 28. október 2009 09:33 Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. Meðlimir þingnefndar sem fjallar um sveitarstjórnarmál á breska þinginu telja að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hafi átt að láta mun meira til sín taka hvað þetta mál varðar. Í frétt um málið á BBC segir að nefndin ætli að taka málið upp við FSA og fylgja því eftir. Sem kunnugt er af fréttum frusu innistæður upp á milljarð punda, eða rúmlega 200 milljarða kr., inni á reikningum breskra bæjar- og sveitarfélaga þegar íslensku bankarnir hrundu. Inn í þeirri upphæð eru einnig innistæður ýmissa opinberra stofnana í Bretlandi sem og góðgerðasamtaka. Óljóst er hve mikið endurheimtist af þessu fé. FSA segir að gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast þar sem eftirlitið hafi ekki haft vald til íhlutunar hvað þetta varðar þar sem ráðgjöf um innistæður og fjárfestingar sé utan starfssviðs etirlitsins. Í skýrslu sem birtist í júní s.l. sem var unnin af þverpólitískum hópi breskra þingmanna var hvatt til þess að rannsókn hæfist strax á því með hvaða hætti umræddri ráðgjöf var háttað. Í skýrslunni var gagnrýnt hve fjármálastjórar bæjar- og sveitarfélaganna hefðu stuðst mikið við upplýsingar alþjóðlegra matsfyrirtækja og fjármálaráðgjafa. Phyllis Starkey formaður þingnefndarinnar segir að svör FSA við skýrslunni gefi í skyn að ekkert eftirlit sé með ráðgjöf af þessu tagi. „FSA hefur þar að auki neitað að rannsaka áhyggjur okkar af því að í sumum tilvikum kunni að hafa verið um hagsmunaárekstra að ræða," segir Starkey. „Í ljósi þess um hve miklar upphæðir er að ræða veldur þetta okkur áhyggjum." Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breskir þingmenn hafa gagnrýnt hve eftirlitsstofnanir með fjármálafyrirtækjum í Bretlandi hafa verið tregar til að rannsaka þá ráðgjöf sem bresk bæjar-og sveitarfélög fengu í tengslum við fjárfestingar sínar hjá íslensku bönkunum áður en þeir komust í þrot í fyrra. Meðlimir þingnefndar sem fjallar um sveitarstjórnarmál á breska þinginu telja að breska fjármálaeftirlitið (FSA) hafi átt að láta mun meira til sín taka hvað þetta mál varðar. Í frétt um málið á BBC segir að nefndin ætli að taka málið upp við FSA og fylgja því eftir. Sem kunnugt er af fréttum frusu innistæður upp á milljarð punda, eða rúmlega 200 milljarða kr., inni á reikningum breskra bæjar- og sveitarfélaga þegar íslensku bankarnir hrundu. Inn í þeirri upphæð eru einnig innistæður ýmissa opinberra stofnana í Bretlandi sem og góðgerðasamtaka. Óljóst er hve mikið endurheimtist af þessu fé. FSA segir að gagnrýnin eigi ekki við rök að styðjast þar sem eftirlitið hafi ekki haft vald til íhlutunar hvað þetta varðar þar sem ráðgjöf um innistæður og fjárfestingar sé utan starfssviðs etirlitsins. Í skýrslu sem birtist í júní s.l. sem var unnin af þverpólitískum hópi breskra þingmanna var hvatt til þess að rannsókn hæfist strax á því með hvaða hætti umræddri ráðgjöf var háttað. Í skýrslunni var gagnrýnt hve fjármálastjórar bæjar- og sveitarfélaganna hefðu stuðst mikið við upplýsingar alþjóðlegra matsfyrirtækja og fjármálaráðgjafa. Phyllis Starkey formaður þingnefndarinnar segir að svör FSA við skýrslunni gefi í skyn að ekkert eftirlit sé með ráðgjöf af þessu tagi. „FSA hefur þar að auki neitað að rannsaka áhyggjur okkar af því að í sumum tilvikum kunni að hafa verið um hagsmunaárekstra að ræða," segir Starkey. „Í ljósi þess um hve miklar upphæðir er að ræða veldur þetta okkur áhyggjum."
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira