Íslenski boltinn

Fanndís líklega með á móti Noregi

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fanndís Friðriksdóttir.
Fanndís Friðriksdóttir. Mynd/Daníel

U-19 ára landslið kvenna í knattspyrnu mætir Noregi í opnunarleik sínum á lokakeppni EM sem fram fer í Hvíta-Rússlandi þessa dagana en íslensku stelpurnar eru auk Noregs með Svíþjóð og Englandi í riðli.

Íslensku stelpurnar unnu sér þátttökurétt á mótinu með því að vera í toppsæti milliriðils síns en þetta er í fyrsta skipti sem að unglingalandslið kvenna vinnur sér þátttökurétt á lokakeppni stórmóts.

Vonir standa til að fyrirliðinn Fanndís Friðriksdóttir, framherji Breiðabliks, verði leikfær á morgun en hún meiddist í VISA-bikarleik gegn Þór/KA áður en hún hélt utan.

Landsliðsþjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson sagði í samtali við Vísi að hann væri vongóður um að Fanndís verði með en hún æfði með íslenska liðinu í dag. Viðtal við Ólaf Þór birtist í Fréttablaðinu á morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×