Íslenskur athafnamaður í 18 milljarða verkefni í Svíþjóð 14. október 2009 15:25 Arkitektinn Andreas Hermansson ásamt mynd af fyrirhuguðu þorpi. Íslenski athafnamaðurinn Guðjón Halldórsson heldur áfram með 18 milljarða kr. verkefni í suðurhluta Svíþjóðar. Ætlunin er að byggja nýtt þorp við Allarp í suðurhluta landsins, skammt frá Malmö, þar sem 800 til 1.000 manns geta búið. Í frétt um málið á vefsíðunni laholmstidning.se segir að upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þarna yrði byggt þorp fyrir ellilífeyrisþega, 55 ára og eldri, og átti að fjármagna framkvæmdina með íslensku áhættufé. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur í fyrrahaust þegar bankahrunið skall á íslensku þjóðinni. En verkefnið í Allarp lifir enn, þó í breyttu formi sé. Nú er ætlunin að þarna verði blönduð byggð barnafjölskyldna og eldra fólks. Guðjón Halldórsson og viðskiptafélagi hans Thorstein Petersson eiga saman félagið Expendo AB sem stendur að verkefninu ásamt umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms héraðs. Í samtali við laholmstidning.se segir Guðjón að hann og Petersson hafi síðan fengið Kjell Pihl, fyrrum húsameistara sænska ríkisins, í lið með sér. Arkitektinn Andreas Hermansson frá Arkitekthuset Monarken í Stokkhólmi hefur síðan lagt fram fyrstu hönnun að þorpinu. Ætlunin er að byggja þorpið í sex áföngum á næstu níu árum. Ove Bengtson formaður umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms segir að verkefnið sé af hæfilegri stærð fyrir héraðið og að næsta skref í málinu verði að vísa því til skipulagsnefndar. Guðjón Halldórsson segir að reiknað sé með að fyrsti áfangi verkefnisins komist í gagnið á næsta ári en þá á að vinna undirvinnuna fyrir 40 stærri hús, 20 hús fyrir lífeyrisþega, 20 fjölbýlishús og 70 íbúðir sem tengjast þjónustumiðstöð. Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenski athafnamaðurinn Guðjón Halldórsson heldur áfram með 18 milljarða kr. verkefni í suðurhluta Svíþjóðar. Ætlunin er að byggja nýtt þorp við Allarp í suðurhluta landsins, skammt frá Malmö, þar sem 800 til 1.000 manns geta búið. Í frétt um málið á vefsíðunni laholmstidning.se segir að upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir að þarna yrði byggt þorp fyrir ellilífeyrisþega, 55 ára og eldri, og átti að fjármagna framkvæmdina með íslensku áhættufé. Þær fyrirætlanir fóru út um þúfur í fyrrahaust þegar bankahrunið skall á íslensku þjóðinni. En verkefnið í Allarp lifir enn, þó í breyttu formi sé. Nú er ætlunin að þarna verði blönduð byggð barnafjölskyldna og eldra fólks. Guðjón Halldórsson og viðskiptafélagi hans Thorstein Petersson eiga saman félagið Expendo AB sem stendur að verkefninu ásamt umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms héraðs. Í samtali við laholmstidning.se segir Guðjón að hann og Petersson hafi síðan fengið Kjell Pihl, fyrrum húsameistara sænska ríkisins, í lið með sér. Arkitektinn Andreas Hermansson frá Arkitekthuset Monarken í Stokkhólmi hefur síðan lagt fram fyrstu hönnun að þorpinu. Ætlunin er að byggja þorpið í sex áföngum á næstu níu árum. Ove Bengtson formaður umhverfis- og húsnæðisnefnd Laholms segir að verkefnið sé af hæfilegri stærð fyrir héraðið og að næsta skref í málinu verði að vísa því til skipulagsnefndar. Guðjón Halldórsson segir að reiknað sé með að fyrsti áfangi verkefnisins komist í gagnið á næsta ári en þá á að vinna undirvinnuna fyrir 40 stærri hús, 20 hús fyrir lífeyrisþega, 20 fjölbýlishús og 70 íbúðir sem tengjast þjónustumiðstöð.
Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira