Íslenski boltinn

Slá Eyjastelpur þriðja úrvalsdeildarliðið út í kvöld?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Laufey Björnsdóttir og félagar í Fylki taka á móti ÍBV í kvöld.
Laufey Björnsdóttir og félagar í Fylki taka á móti ÍBV í kvöld. Mynd/Arnþór

Kvennalið ÍBV hefur gert frábæra hluti í VISA-bikar kvenna í sumar en 1. deildarliðið er komið alla leið í átta liða úrslit þar sem Eyjastúlkur mæta Fylki í Árbænum klukkan 19.15 í kvöld.

ÍBV er þegar búið að slá út tvö Pepsi-deildar lið á leið sinni í átta liða úrslitin. ÍBV vann fyrst 5-0 sigur á Grindavík í 1. umferð í Eyjum og vann síðan 3-1 sigur á Aftureldingu/Fjölni í Mosfellsbænum í síðustu umferð en sá leikur fór í framlengingu.

Grindavík og Afturelding/Fjölnir eru hvorug í fallsæti í Pepsi-deildinni, Grindavík er í 6. sæti og Afturelding/Fjölnir er í 7. til 8. sæti (8. sæti á lakari markatölu).

Hin 18 ára Kristín Erna Sigurlásdóttir (4 mörk) og hin 19 ára Þórhildur Ólafsdóttir (3 mörk) eru búnar að skora sjö af átta mörkum Eyjaliðsins í VISA-bikarnum í ár.

ÍBV-liðið hefur ekki tapað leik í sumar en liðið hefur unnið 4 af 5 deildarleikjum (1 jafntefli) og eru með markatöluna 22-2. Þær Kristín Erna og Þórhildur hafa skorað saman 11 af mörkum 22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×