Táningar og börn hertaka miðasöluna 23. apríl 2009 06:00 Disney ræður ríkjum Disney-stjörnurnar Miley Cyrus og Zac Efron mala gull fyrir risann í Hollyoowd en kvikmyndir þeirra hafa fengið glimrandi góða aðsókn í Bandaríkjunum. Bandarísk kvikmyndaaðsókn hefur einkennst af einu; börn og unglingar flykkjast í bíó um þessar mundir. Samkvæmt nýjust aðsóknartölum eru það þessir hópar sem kaupa popp og kók í amerískum kvikmyndahúsum og skemmta sér konunglega. Disney-stjörnurnar Zac Efron og Miley Cyrus eru áberandi í efstu sætum aðsóknarlistans. Efron leikur í gamanmyndinni 17 Again á móti Vina-stjörnunni Mathew Perry. Cyrus er hins vegar með kvikmynd sem byggir á hinni heimsfrægu persónu hennar; Hönnuh Montana. Önnur „barnamynd“ er síðan Monsters vs. Aliens sem hefur malað gull fyrir Dreamworks Animation. Myndin hefur nú verið sýnd í fjórar vikur í sýningum en ekkert lát er á vinsældum hennar og hún situr makindalega í fjórða sætinu. Ekki má gleyma framhaldsskólatryllinum Fast & Furious sem þrátt fyrir afleita dóma gagnrýnenda situr í fimmta sæti listans. Eina kvikmyndin sem ætluð er eldra fólki er State of Play en það þurfti líka sannkallaðan stjörnuflota til að komast í efstu sætin. Russell Crowe, Robin Wright Penn, Helen Mirren og Jeff Daniels eru þar í aðalhlutverkum en myndin skaust upp í annað sætið. Af öðrum myndum sem nutu einhverrar hylli í Ameríku um nýliðna helgi má nefna Knowing með Nicholas Cage og gamanmyndina I Love You Man. Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Bandarísk kvikmyndaaðsókn hefur einkennst af einu; börn og unglingar flykkjast í bíó um þessar mundir. Samkvæmt nýjust aðsóknartölum eru það þessir hópar sem kaupa popp og kók í amerískum kvikmyndahúsum og skemmta sér konunglega. Disney-stjörnurnar Zac Efron og Miley Cyrus eru áberandi í efstu sætum aðsóknarlistans. Efron leikur í gamanmyndinni 17 Again á móti Vina-stjörnunni Mathew Perry. Cyrus er hins vegar með kvikmynd sem byggir á hinni heimsfrægu persónu hennar; Hönnuh Montana. Önnur „barnamynd“ er síðan Monsters vs. Aliens sem hefur malað gull fyrir Dreamworks Animation. Myndin hefur nú verið sýnd í fjórar vikur í sýningum en ekkert lát er á vinsældum hennar og hún situr makindalega í fjórða sætinu. Ekki má gleyma framhaldsskólatryllinum Fast & Furious sem þrátt fyrir afleita dóma gagnrýnenda situr í fimmta sæti listans. Eina kvikmyndin sem ætluð er eldra fólki er State of Play en það þurfti líka sannkallaðan stjörnuflota til að komast í efstu sætin. Russell Crowe, Robin Wright Penn, Helen Mirren og Jeff Daniels eru þar í aðalhlutverkum en myndin skaust upp í annað sætið. Af öðrum myndum sem nutu einhverrar hylli í Ameríku um nýliðna helgi má nefna Knowing með Nicholas Cage og gamanmyndina I Love You Man.
Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Lífið Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein