Svefnrof Bergsteinn Sigurðsson skrifar 29. maí 2009 06:00 Einhvern tímann seint á 20. öldinni (geri ég ráð fyrir) datt einhverjum velmeinandi verkfræðingi - eða óforbetranlegu letiblóði - í hug að „betrumbæta" vekjaraklukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæðaskerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, heldur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugsar ekki um annað en hversu margar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra - að ekki sé minnst á ærlegra - að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann. Hversu margar gæðastundir ætli fari í súginn af þessum völdum? Hversu margar góðar hugmyndir sem lýstur niður í höfuð okkur týnast í svefnþokunni? Hversu mikil verðmæti, andleg og veraldleg, verða ekki til? Hversu mörg andartök til að staldra við og njóta tilverunnar fara til spillis? Hversu mörgum stundum við morgunverðarborðið missum við af eða nærandi samræðum við þá sem við elskum, þessum hversdagslegu augnablikum sem gera lífið einhvers virði? Nú má vera að einhverjum þyki fulldjúpt tekið í árinni, það sé engin frágangssök að fresta fótaferðartímanum um nokkrar mínútur á hverjum morgni. En það er öðru nær. Sá sem dormar í fimm mínútur alla virka daga ársins - og þeir eru svo sannarlega til - dormar í tæpan sólarhring á ári. Á Íslandi eru um það bil 267 þúsund manns á vinnumarkaði og við nám í grunn-, framhalds- og háskólum landsins. Ef helmingur þeirra dormar að meðaltali í fimm mínútur á hverjum virkum degi, sem er varlega áætlað, gerir það um 130.000 sólarhringa á ári. Með öðrum orðum dorma Íslendingar samanlagt í um 356 ár á hverju ári. Það er ígildi þess að við höfum legið í móki frá árinu 1653! Þetta eru óhugnanlegar tölur. Dormið er skaðvaldur; kerfisbundin innleiðing frestunaráráttu í morgunsárið sem eitrar út frá sér allan daginn. Með því að ýta á dormhnappinn er stefnan mörkuð; þetta verður dagur tafa, hiks og hálfkáks; dagur hinna óþvegnu nærfata, frestuðu þingfunda og ósögðu ástarjátninga. Dormhnappurinn er yfirlýsing um að lífið geti beðið betri tíma; þegar veröldin slær á þráðinn svarar kuldaleg rödd sem segir: „Þú ert númer fimm í röðinni." Sagt er að siðrof hafi orðið í samfélaginu. Er þá ekki mál til komið að nú verði svefnrof? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun
Einhvern tímann seint á 20. öldinni (geri ég ráð fyrir) datt einhverjum velmeinandi verkfræðingi - eða óforbetranlegu letiblóði - í hug að „betrumbæta" vekjaraklukkur með því að koma fyrir á þeim svonefndum dormhnappi (e. snooze button). Þótt þessari nýjung hafi verið tekið fagnandi felur hún í sér dulda en rækilega lífsgæðaskerðingu. Sá sem dormar er ekki vakandi og ekki sofandi; hvorki hvílist né starfar eða vex vit, heldur liggur svefndrukkinn eins og þvara með hálflukt augu og hugsar ekki um annað en hversu margar mínútur eru þangað til klukkan gellur aftur. Þá er betra - að ekki sé minnst á ærlegra - að sofa bara almennilega yfir sig upp á gamla mátann. Hversu margar gæðastundir ætli fari í súginn af þessum völdum? Hversu margar góðar hugmyndir sem lýstur niður í höfuð okkur týnast í svefnþokunni? Hversu mikil verðmæti, andleg og veraldleg, verða ekki til? Hversu mörg andartök til að staldra við og njóta tilverunnar fara til spillis? Hversu mörgum stundum við morgunverðarborðið missum við af eða nærandi samræðum við þá sem við elskum, þessum hversdagslegu augnablikum sem gera lífið einhvers virði? Nú má vera að einhverjum þyki fulldjúpt tekið í árinni, það sé engin frágangssök að fresta fótaferðartímanum um nokkrar mínútur á hverjum morgni. En það er öðru nær. Sá sem dormar í fimm mínútur alla virka daga ársins - og þeir eru svo sannarlega til - dormar í tæpan sólarhring á ári. Á Íslandi eru um það bil 267 þúsund manns á vinnumarkaði og við nám í grunn-, framhalds- og háskólum landsins. Ef helmingur þeirra dormar að meðaltali í fimm mínútur á hverjum virkum degi, sem er varlega áætlað, gerir það um 130.000 sólarhringa á ári. Með öðrum orðum dorma Íslendingar samanlagt í um 356 ár á hverju ári. Það er ígildi þess að við höfum legið í móki frá árinu 1653! Þetta eru óhugnanlegar tölur. Dormið er skaðvaldur; kerfisbundin innleiðing frestunaráráttu í morgunsárið sem eitrar út frá sér allan daginn. Með því að ýta á dormhnappinn er stefnan mörkuð; þetta verður dagur tafa, hiks og hálfkáks; dagur hinna óþvegnu nærfata, frestuðu þingfunda og ósögðu ástarjátninga. Dormhnappurinn er yfirlýsing um að lífið geti beðið betri tíma; þegar veröldin slær á þráðinn svarar kuldaleg rödd sem segir: „Þú ert númer fimm í röðinni." Sagt er að siðrof hafi orðið í samfélaginu. Er þá ekki mál til komið að nú verði svefnrof?
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun