Menning

Nýr kvartett spilar í dag

Bryndís, Helga, Valgerður og Sigurlaug.
Bryndís, Helga, Valgerður og Sigurlaug.

Háskólatónleikar hafa um langan aldur sett svip sinn á stærsta vinnustað landsins. Þeir eru í skjóli Norræna hússins enda salurinn þar vel hentugur til minni tónleika. Á fyrstu háskólatónleikum nýs árs í hádeginu í dag flytja Sigurlaug Eðvaldsdóttir, fiðla, Helga Þórarinsdóttir, víóla, Bryndís Björgvinsdóttir, selló, og Valgerður Andrésdóttir, píanó, píanókvartett nr. 2 eftir Mozart. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30.

Hugmyndin að þessum kvartett kviknaði í fyrra og eru þetta fyrstu opinberu tónleikar þessa samstarfs. Sigurlaug, Helga, Bryndís og Valgerður stunduðu allar nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og síðar erlendis. Þær hafa allar verið viðloðandi íslenskt tónlistarlíf síðasta áratug og lengur. Þær Sigurlaug, Helga og Bryndís eru fastráðnar við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Valgerður kennir við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×