Þráinn: Erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. ágúst 2009 17:00 Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, fer yfir málin með sínu fólki í dag. Mynd/Óskar Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, hefur þurft að bíða lengi eftir bikarnum en hann hefur ásamt fleiri góðu fólki hjá félaginu unnið markvisst uppbyggingastarf síðustu ár sem er að skila sér með bikarmeistaratitlinum í dag. ÍR endaði í dag fimmtán ára sigurgöngu FH og endurheimti bikarinn eftir tveggja áratuga bið. „Við vorum búin að bíða í 20 ár með að vinna bikarinn aftur. Við erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár. Við byrjum með 11 til 14 ára hóp árið 2000 og við höfum gefið okkur góðan tíma til að byggja liðið upp frá grunni. Þetta uppbyggingarstarf er að skila sér núna," sagði Þráinn eftir að bikarinn var í höfn. „Við erum búin að vinna öll hugsanlega mót á síðustu tveimur árum og áttum bara þetta eftir til þess að loka hringnum," sagði Þráinn og hann hefur verið unnið lengi með flestum krökkunum í ÍR-liðinu. „Þau hafa flest komið upp úr barna- og unglingastarfinu og það er það skemmtilega við þetta. Við erum með langstærsta iðkendahóp landsins í frjálsum og það eru 200 til 300 krakkar að æfa hjá okkur. Við erum með 100 manna unglingalið og 60 manna meistaraflokk og þetta er bara að skila sér," segir Þráinn. „Ég er rosalega stoltur og þetta er virkilega góð tilfinning. Afreksfólkið okkar var að standa sig, Jóhanna, Einar Daði og Kristín Birna. Þetta eru kjarninn í liðinu ásamt Fríðu Rún. Breiddin er líka það mikil að við getum sett fólk sem kemst á pall í næstum því öllum greinum," segir Þráinn. „Okkur fannst ekki raunhæft að vinna fyrr en á þessu ári. Við erum búin að stefna stíft á þetta í sex mánuði og erum búin að undirbúa liðið fyrir þetta. Við toppuðum á réttum tíma, liðsheildin var rosalega flott og klappliðið frábært. Við fáum það út að við ætluðum að vinna og við gerðum það," sagði Þráinn kátur að lokum. Innlendar Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira
Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, hefur þurft að bíða lengi eftir bikarnum en hann hefur ásamt fleiri góðu fólki hjá félaginu unnið markvisst uppbyggingastarf síðustu ár sem er að skila sér með bikarmeistaratitlinum í dag. ÍR endaði í dag fimmtán ára sigurgöngu FH og endurheimti bikarinn eftir tveggja áratuga bið. „Við vorum búin að bíða í 20 ár með að vinna bikarinn aftur. Við erum búin að vera að byggja upp þetta lið í níu ár. Við byrjum með 11 til 14 ára hóp árið 2000 og við höfum gefið okkur góðan tíma til að byggja liðið upp frá grunni. Þetta uppbyggingarstarf er að skila sér núna," sagði Þráinn eftir að bikarinn var í höfn. „Við erum búin að vinna öll hugsanlega mót á síðustu tveimur árum og áttum bara þetta eftir til þess að loka hringnum," sagði Þráinn og hann hefur verið unnið lengi með flestum krökkunum í ÍR-liðinu. „Þau hafa flest komið upp úr barna- og unglingastarfinu og það er það skemmtilega við þetta. Við erum með langstærsta iðkendahóp landsins í frjálsum og það eru 200 til 300 krakkar að æfa hjá okkur. Við erum með 100 manna unglingalið og 60 manna meistaraflokk og þetta er bara að skila sér," segir Þráinn. „Ég er rosalega stoltur og þetta er virkilega góð tilfinning. Afreksfólkið okkar var að standa sig, Jóhanna, Einar Daði og Kristín Birna. Þetta eru kjarninn í liðinu ásamt Fríðu Rún. Breiddin er líka það mikil að við getum sett fólk sem kemst á pall í næstum því öllum greinum," segir Þráinn. „Okkur fannst ekki raunhæft að vinna fyrr en á þessu ári. Við erum búin að stefna stíft á þetta í sex mánuði og erum búin að undirbúa liðið fyrir þetta. Við toppuðum á réttum tíma, liðsheildin var rosalega flott og klappliðið frábært. Við fáum það út að við ætluðum að vinna og við gerðum það," sagði Þráinn kátur að lokum.
Innlendar Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Grein Morgunblaðsins til skammar Sport „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Fleiri fréttir Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Deildarmeistaratitillinn undir í kvöld: Dagur Sig á skjá og Dúllubar opinn Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sjá meira