Íslenski boltinn

Selfyssingar senda beina útvarpslýsingu heim í Ölfusið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Henning Eyþór Jónasson leikmaður Selfoss.
Henning Eyþór Jónasson leikmaður Selfoss. Mynd/Pjetur

Selfyssingar eiga möguleika á að ná átta stiga forustu í 1. deild karla með sigri á KA á Akureyrarvelli í dag þar sem hvorki Haukum né HK tókst að vinna sína leiki í dag. Fjarðabyggð getur reyndar komist í annað sætið vinni liðið Aftureldingu á Varmárvelli.

Selfoss hefur aldrei spilað í efstu deild en var mjög nálægt því að komast upp í Pepsi-deildina síðasta sumar. Í sumar hefur liðið verið á toppnum nær allt tímabilið og áhuginn í bænum hefur farið stigmagnandi með hverjum sigurleiknum.

Á fótbolti.net kemur fram í dag að Suðurland FM 96,3 ætli að bjóða heimamönnum upp á útvarpslýsingu frá leiknum sem hefst klukkan 14.00. Þeir sem eru ekki á suðurlandinu og ná ekki sendingunni geta skellt sér á netið og hlustað á netinu á síðunni www.963.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×