Fortíðin og framtíðin 17. júlí 2009 06:00 Það er athyglisvert að velta fyrir sér viðbrögðum þriggja hagsmunasamtaka við þeirri ákvörðun að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Bændasamtökin og Landssamband íslenskra útvegsmanna harma þessa niðurstöðu Alþingis á sama tíma og Alþýðusambandið fagnar henni eindregið. Þetta kemur á engan hátt á óvart. Afstaða þessara þriggja samtaka hefur legið fyrir um langa hríð. Það er hins vegar eitthvað sérstaklega táknrænt við að hagsmunagæslusamtök atvinnurekenda gamla Íslands, bænda og útgerðarmanna, berjist gegn framgangi máls sem er stutt af samtökum kenndum við alþýðuna. Afstaða forystumanna Alþýðusambandsins endurspeglar auðvitað ekki viðhorf hvers og eins þeirra ríflega hundrað og átta þúsund launamanna sem eiga þar aðild. Engu að síður hljóta mjög afgerandi skilaboð að felast í því að það fólk, sem hefur valist til að gæta hagsmuna meginþorra vinnubærra Íslendinga, telji þeim best borgið innan Evrópusambandsins. Enn þyngri lóð leggjast á þá vogarskál þegar við bætast sjónar-mið fulltrúa atvinnurekenda Íslands nútímans. Þar á meðal eru Samtök verslunar og þjónustu, Samtök iðnaðarins, og Samtök ferðaþjónustunnar. Þarna vegast sem sagt á Ísland fortíðar og Ísland framtíðar. Í framtíðarhópnum eru þeir sem trúa því að hægt sé að halda yfirráðum yfir náttúruauðlindum í sjó og á landi, samhliða því að skapa fyrirtækjum og heimilum landsins stöðugra efnahagslegt umhverfi en hingað til, með lægra matvæla- og vöruverði og fasteignalánum á mannsæmandi kjörum, svo aðeins tvennt sé nefnt af því sem reynir hvað þyngst á fjárhag landsmanna. Í fortíðarhópnum eru þeir sem trúa því að Ísland eigi að halda óbreyttum kúrs. Þar á meðal eru háværastir menn sem héldu því fram árum saman að sjálfstæð peningamálastefna væri undirstaða velmegunar þjóðarinnar. Sú sjálfstæða stefna leiddi þjóðina til svo skelfilegra efnahagslegra hörmunga að hún verður mörg ár að jafna sig. Sú sjálfstæða stefna hefur hneppt þjóðina í átthagafjötra gjaldmiðils sem er ígildi matadorpeninga utan við 200 mílurnar. Sú sjálfstæða stefna hefur orðið til þess að fjölmargir einstaklingar hafa beinlínis verið sviptir fjárhagslegu sjálfstæði sínu þegar verðgildi fasteigna þeirra hefur brunnið upp í eldi verðtryggingar og verðbólgu. Sú sjálfstæða stefna leiddi gjaldeyrishöft yfir landið. Stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar benda á leið út úr þessari ógnarstjórn peningamálastefnunnar. Andstæðingarnir vísa ekki á neinar lausnir. Í þeirra heimsmynd er það krónan sem blífur. Sú hin sama og er ein af meginorsökunum fyrir því að heimskreppan kemur harðar niður hér en víðast annars staðar. Heimili og fyrirtæki landsins geta ekki búið áfram við að vita aldrei hvað bíður þeirra handan við næsta horn. Dagurinn í gær gefur þeim von um betri tíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun
Það er athyglisvert að velta fyrir sér viðbrögðum þriggja hagsmunasamtaka við þeirri ákvörðun að sækja skuli um aðild að Evrópusambandinu. Bændasamtökin og Landssamband íslenskra útvegsmanna harma þessa niðurstöðu Alþingis á sama tíma og Alþýðusambandið fagnar henni eindregið. Þetta kemur á engan hátt á óvart. Afstaða þessara þriggja samtaka hefur legið fyrir um langa hríð. Það er hins vegar eitthvað sérstaklega táknrænt við að hagsmunagæslusamtök atvinnurekenda gamla Íslands, bænda og útgerðarmanna, berjist gegn framgangi máls sem er stutt af samtökum kenndum við alþýðuna. Afstaða forystumanna Alþýðusambandsins endurspeglar auðvitað ekki viðhorf hvers og eins þeirra ríflega hundrað og átta þúsund launamanna sem eiga þar aðild. Engu að síður hljóta mjög afgerandi skilaboð að felast í því að það fólk, sem hefur valist til að gæta hagsmuna meginþorra vinnubærra Íslendinga, telji þeim best borgið innan Evrópusambandsins. Enn þyngri lóð leggjast á þá vogarskál þegar við bætast sjónar-mið fulltrúa atvinnurekenda Íslands nútímans. Þar á meðal eru Samtök verslunar og þjónustu, Samtök iðnaðarins, og Samtök ferðaþjónustunnar. Þarna vegast sem sagt á Ísland fortíðar og Ísland framtíðar. Í framtíðarhópnum eru þeir sem trúa því að hægt sé að halda yfirráðum yfir náttúruauðlindum í sjó og á landi, samhliða því að skapa fyrirtækjum og heimilum landsins stöðugra efnahagslegt umhverfi en hingað til, með lægra matvæla- og vöruverði og fasteignalánum á mannsæmandi kjörum, svo aðeins tvennt sé nefnt af því sem reynir hvað þyngst á fjárhag landsmanna. Í fortíðarhópnum eru þeir sem trúa því að Ísland eigi að halda óbreyttum kúrs. Þar á meðal eru háværastir menn sem héldu því fram árum saman að sjálfstæð peningamálastefna væri undirstaða velmegunar þjóðarinnar. Sú sjálfstæða stefna leiddi þjóðina til svo skelfilegra efnahagslegra hörmunga að hún verður mörg ár að jafna sig. Sú sjálfstæða stefna hefur hneppt þjóðina í átthagafjötra gjaldmiðils sem er ígildi matadorpeninga utan við 200 mílurnar. Sú sjálfstæða stefna hefur orðið til þess að fjölmargir einstaklingar hafa beinlínis verið sviptir fjárhagslegu sjálfstæði sínu þegar verðgildi fasteigna þeirra hefur brunnið upp í eldi verðtryggingar og verðbólgu. Sú sjálfstæða stefna leiddi gjaldeyrishöft yfir landið. Stuðningsmenn Evrópusambandsaðildar benda á leið út úr þessari ógnarstjórn peningamálastefnunnar. Andstæðingarnir vísa ekki á neinar lausnir. Í þeirra heimsmynd er það krónan sem blífur. Sú hin sama og er ein af meginorsökunum fyrir því að heimskreppan kemur harðar niður hér en víðast annars staðar. Heimili og fyrirtæki landsins geta ekki búið áfram við að vita aldrei hvað bíður þeirra handan við næsta horn. Dagurinn í gær gefur þeim von um betri tíð.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun