Tvö hundruð vesen Pawel Bartoszek skrifar 6. nóvember 2009 06:00 Hlutir á Íslandi eru ekki verðlagðir í krónum. Þeir eru verðlagðir í veseni. Flestir Íslendingar fá laun greidd í krónum en verðtilfinningin byggist á veseni. Krónurnar eru tölurnar sem við sjáum í heimabankanum og á pósaafrifunum. Krónurnar þykir okkur ekkert sérlega vænt um. Vesenið á sér ýmis birtingarform, eitt er tími, annað eru gömlu kringlóttu málmskífurnar með sjávarfanginu. Þannig er það rangt að það kosti bara 280 krónur að fara í strætó og 80 krónur á tímann að leggja við stöðumæli niðri í bæ. Í hugum flestra kostar hvort tveggja einfaldlega heilmikið vesen. Samgöngumáti hinna týndu barna„Já, misstirðu prófið?" var kunningi undirritaðs spurður um daginn þegar hann upplýsti um að hann tæki strætó í vinnuna. Ímynd strætisvagna er enn sú að þeir séu samgöngumáti fyrir undirmálsfólk og þá sem geta ekki komist ferða á bíl. Valkostur fyrir fólk án valkosta. Af þessum ástæðum eru þær oft skipulagðar eins og félagsþjónusta: menn forðast fargjaldahækkanir í lengstu lög og skera frekar niður leiðir og ferðatíðni þeirra. En verð í krónum er ekki stóra vandamálið við strætó, enda er strætó mun ódýrari valkostur jafnvel þótt menn eigi bílinn samt. Vandamálið er í hugum fólks oftast tengt hinum gjaldmiðlinum: Að taka strætó er einfaldlega vesen. Bara klinkGreiðsluformið er eflaust einn stærsti þröskuldur í aðgengi að þjónustu Strætó, en strætisvagnar virðast vera seinasti staður á landinu þar sem hefðbundin greiðslukort eru óvelkomin. Þessu ætti að kippa í lag hið snarasta og til dæmis setja upp posa til reynslu á fjölförnustu leiðunum. En það eru jafnvel til enn einfaldari lausnir. Auðveldasta leiðin væri til dæmis að fjölga útsölustöðum strætómiða. Í dag er hægt að kaupa strætómiða á tíu stöðum í Reykjavík. Til samanburðar eru sölustaðir Lottó um 150 talsins. Að sjálfsögðu á að vera hægt að kaupa strætómiða í hverri sjoppu, á hverri bensínstöð og í hverjum stórmarkaði; helst í stykkjatali. Til hvers að hafa strætóstoppistöð fyrir utan BSÍ ef erlendu ferðamennirnir þurfa samt fyrst að tölta upp á Hlemm til að kaupa miða? Það er fáránlegt. Mér er sagt að ástæða fyrir þessari lélegu dreifingu strætómiða sé sú að Strætó vilji ekki selja þá í umboðssölu. Eigandi söluturns þarf því fyrst að kaupa nokkur spjöld af strætómiðum og síðan vonast til að þeir seljist. Flestar aðrar vörur í söluturnum eru seldar í umboðssölu þannig að birginn fær ekki greitt fyrr en að varan selst. Fljótt á litið verður ekki séð hvað Strætó getur tapað á því að reyna að dreifa vöru sinni til væntanlegra kaupenda með nákvæmlega sama hætti og allir aðrir. Fá börn og fáir unglingar taka strætó. Flestum krökkum er skutlað, enda eru strætósamgöngur oft ekki raunhæfur valkostur þegar hverfisvagninn er farinn að ganga á klukkutíma fresti. Eitt af því sem þarf að gera sem fyrst er að bjóða upp á tímabilskort fyrir börn og unglinga. Slíkur valkostur mundi spara foreldrum heilmikið vesen. Barnafargjöldin fyrir börn eru auðvitað hræódýr í krónum talið: ein ferð fyrir 10 ára kostar 38 krónur ef keypt er afsláttarspjald, en það að kaupa reglulega ný farmiðaspjöld og fylgjast hvernig á þau gangi, það er vesen. Ef foreldri gæti keypt tímabilskort fyrir barnið fyrir 6 mánuði í senn væri það heildstæð lausn á ferðavanda barnsins. Það mundi sparar krónur en það sem er mikilvægara: það mundi spara þeim vesen. Einfaldar lausnirÞegar kemur að almenningssamgöngum hefur því miður oft reynst auðveldara að finna milljónirnar heldur en þúsundkallana. Margar þeirra aðgerða sem farið hefur verið í hafa þannig reynst mjög dýrar en skilað litlu sem engu. Þannig var fyrir nokkrum árum hundruðum milljónum eytt í rafrænt kortakerfi sem reyndist því miður handónýtt. Áður en lagt verður af stað í fleiri framtíðarævintýri er ekki úr vegi að prófa lausnir sem kosta lítið sem ekkert en hafa reynst vel í öðrum löndum. Sala strætómiða í öllum söluturnum og útgáfa tímabilskorta fyrir börn eru dæmi um slíkar lausnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Hlutir á Íslandi eru ekki verðlagðir í krónum. Þeir eru verðlagðir í veseni. Flestir Íslendingar fá laun greidd í krónum en verðtilfinningin byggist á veseni. Krónurnar eru tölurnar sem við sjáum í heimabankanum og á pósaafrifunum. Krónurnar þykir okkur ekkert sérlega vænt um. Vesenið á sér ýmis birtingarform, eitt er tími, annað eru gömlu kringlóttu málmskífurnar með sjávarfanginu. Þannig er það rangt að það kosti bara 280 krónur að fara í strætó og 80 krónur á tímann að leggja við stöðumæli niðri í bæ. Í hugum flestra kostar hvort tveggja einfaldlega heilmikið vesen. Samgöngumáti hinna týndu barna„Já, misstirðu prófið?" var kunningi undirritaðs spurður um daginn þegar hann upplýsti um að hann tæki strætó í vinnuna. Ímynd strætisvagna er enn sú að þeir séu samgöngumáti fyrir undirmálsfólk og þá sem geta ekki komist ferða á bíl. Valkostur fyrir fólk án valkosta. Af þessum ástæðum eru þær oft skipulagðar eins og félagsþjónusta: menn forðast fargjaldahækkanir í lengstu lög og skera frekar niður leiðir og ferðatíðni þeirra. En verð í krónum er ekki stóra vandamálið við strætó, enda er strætó mun ódýrari valkostur jafnvel þótt menn eigi bílinn samt. Vandamálið er í hugum fólks oftast tengt hinum gjaldmiðlinum: Að taka strætó er einfaldlega vesen. Bara klinkGreiðsluformið er eflaust einn stærsti þröskuldur í aðgengi að þjónustu Strætó, en strætisvagnar virðast vera seinasti staður á landinu þar sem hefðbundin greiðslukort eru óvelkomin. Þessu ætti að kippa í lag hið snarasta og til dæmis setja upp posa til reynslu á fjölförnustu leiðunum. En það eru jafnvel til enn einfaldari lausnir. Auðveldasta leiðin væri til dæmis að fjölga útsölustöðum strætómiða. Í dag er hægt að kaupa strætómiða á tíu stöðum í Reykjavík. Til samanburðar eru sölustaðir Lottó um 150 talsins. Að sjálfsögðu á að vera hægt að kaupa strætómiða í hverri sjoppu, á hverri bensínstöð og í hverjum stórmarkaði; helst í stykkjatali. Til hvers að hafa strætóstoppistöð fyrir utan BSÍ ef erlendu ferðamennirnir þurfa samt fyrst að tölta upp á Hlemm til að kaupa miða? Það er fáránlegt. Mér er sagt að ástæða fyrir þessari lélegu dreifingu strætómiða sé sú að Strætó vilji ekki selja þá í umboðssölu. Eigandi söluturns þarf því fyrst að kaupa nokkur spjöld af strætómiðum og síðan vonast til að þeir seljist. Flestar aðrar vörur í söluturnum eru seldar í umboðssölu þannig að birginn fær ekki greitt fyrr en að varan selst. Fljótt á litið verður ekki séð hvað Strætó getur tapað á því að reyna að dreifa vöru sinni til væntanlegra kaupenda með nákvæmlega sama hætti og allir aðrir. Fá börn og fáir unglingar taka strætó. Flestum krökkum er skutlað, enda eru strætósamgöngur oft ekki raunhæfur valkostur þegar hverfisvagninn er farinn að ganga á klukkutíma fresti. Eitt af því sem þarf að gera sem fyrst er að bjóða upp á tímabilskort fyrir börn og unglinga. Slíkur valkostur mundi spara foreldrum heilmikið vesen. Barnafargjöldin fyrir börn eru auðvitað hræódýr í krónum talið: ein ferð fyrir 10 ára kostar 38 krónur ef keypt er afsláttarspjald, en það að kaupa reglulega ný farmiðaspjöld og fylgjast hvernig á þau gangi, það er vesen. Ef foreldri gæti keypt tímabilskort fyrir barnið fyrir 6 mánuði í senn væri það heildstæð lausn á ferðavanda barnsins. Það mundi sparar krónur en það sem er mikilvægara: það mundi spara þeim vesen. Einfaldar lausnirÞegar kemur að almenningssamgöngum hefur því miður oft reynst auðveldara að finna milljónirnar heldur en þúsundkallana. Margar þeirra aðgerða sem farið hefur verið í hafa þannig reynst mjög dýrar en skilað litlu sem engu. Þannig var fyrir nokkrum árum hundruðum milljónum eytt í rafrænt kortakerfi sem reyndist því miður handónýtt. Áður en lagt verður af stað í fleiri framtíðarævintýri er ekki úr vegi að prófa lausnir sem kosta lítið sem ekkert en hafa reynst vel í öðrum löndum. Sala strætómiða í öllum söluturnum og útgáfa tímabilskorta fyrir börn eru dæmi um slíkar lausnir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun