Sport

Kaka sagður búinn að semja við Real Madrid

Ómar Þorgeirsson skrifar
Kaka.
Kaka. Mynd/NordicphotosGetty

Spænska útvarpsstöðin Cadena Ser hefur greint frá því að Kaka sé búinn að samþykkja að ganga í raðir Real Madrid en spænska félagið er sagt vera búið að ná samkomulagi við AC Milan með kaupverð upp á 56 milljón punda.

Kaka sagði sjálfur við Gazzetta dello Sport fyrr í dag að hann vildi vera áfram hjá AC Milan eftir að blaðið fullyrti að Adriano Galliani varaforseti AC Milan og Bosco Leite faðir og umboðsmaður Kaka væru í viðræðum við forráðamenn Madridarliðsins.

Spænskir fjölmiðlar hafa áður fullyrt að Kaka væri kominn til Real Madrid, meðal annars fyrir um hálfum mánuði síðan en Silvio Berlusconi eigandi AC Milan hefur þegar sagt að ef félög séu tilbúin að borga uppsett verð í Kaka þá geti félagið ekki haldið miðjumanninum snjalla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×