Hlustið á Davíð! Karen D. Kjartansdóttir skrifar 25. ágúst 2009 06:00 Jæja, þá er það komið á hreint. Öll þjóðin tók þátt í þeim atburðum sem leiddu til hruns íslensks fjármálakerfis, að undanskildum Davíð Oddssyni. Já, jafnvel Hannes Hólmsteinn, sá virðulegi fræðimaður sem meðal annars hefur getið sér gott orð fyrir að útskýra hugtakið Íslenska efnahagsundrið hér um árið. Já, jafnvel hann tók þátt í öllu bullinu því hann hlustaði ekki nógu vel á Davíð. Mér svelgdist ekkert á kaffibollanum þegar ég heyrði viðtal Morgunvaktarinnar við Hannes Hólmstein í gær, því ég hélt að þetta væri spaug. Kominn væri fram maður sem hermt gæti listavel eftir eftirhermu Laxness. „Blessaður kallinn," hugsaði ég og brosti með sjálfri mér. Hægt og bítandi runnu á mig tvær grímur þegar maðurinn hélt áfram að tala. Var þetta hinn raunverulegi Hannes Hólmsteinn? Seinna um daginn hlustaði ég á upptöku af viðtalinu og heyrði þá að þetta var hann í raun og sann. Það sem verra var; honum var alvara. Hannes vildi meina að kapítal-isminn hér á landi hefði ekki verið slæmur heldur hefðu kapítalistarnir hér ekki verið nægilega góðir. Voru kommarnir ekki búnir að nota þessa afsökun? Hins vegar var ég sammála Hannesi þegar hann ræddi um að koma þyrfti í veg fyrir að bankarnir hirtu gróðann þegar vel áraði en látið ríkið hirða tapið þegar herti að. Ég samsinnti því einnig þegar Hannes sagði að regluverki bankanna yrði að breyta þannig að þeir þjónuðu almannahagsmunum. „Já, svona eins og ríkisbankarnir gerðu hér um árið," hugsaði ég dreymin. En já, já. Eins og maðurinn sagði, þá var þetta öllum að kenna - nema Davíð vitanlega. Þjóðin missti taumhaldið og kunni sér ekki hóf. Ég vona að fólk í störfum sem eru svo illa launuð að það telur sér jafnvel betur borgið á bótum en á launum, hafi tekið þetta til sín. Fólk sem veltir fyrir sér hverri krónu í heimilisbókhaldinu, hvort það hafi efni á að koma börnum sínum í gæslu og þarf að sýna strangt aðhald til að hafa efni á skólabókum. Þetta fólk kunni sér greinilega ekki hóf. Samt var það þetta fólk sem ekki fékk launahækkanir í góðærinu, því ráðamenn og verkalýðsleiðtogar töldu að þá færi verðbólgan af stað með tilheyrandi hörmungum. Svei ykkur og kunnið ykkur hóf næst! Já, og hlustið á Davíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Jæja, þá er það komið á hreint. Öll þjóðin tók þátt í þeim atburðum sem leiddu til hruns íslensks fjármálakerfis, að undanskildum Davíð Oddssyni. Já, jafnvel Hannes Hólmsteinn, sá virðulegi fræðimaður sem meðal annars hefur getið sér gott orð fyrir að útskýra hugtakið Íslenska efnahagsundrið hér um árið. Já, jafnvel hann tók þátt í öllu bullinu því hann hlustaði ekki nógu vel á Davíð. Mér svelgdist ekkert á kaffibollanum þegar ég heyrði viðtal Morgunvaktarinnar við Hannes Hólmstein í gær, því ég hélt að þetta væri spaug. Kominn væri fram maður sem hermt gæti listavel eftir eftirhermu Laxness. „Blessaður kallinn," hugsaði ég og brosti með sjálfri mér. Hægt og bítandi runnu á mig tvær grímur þegar maðurinn hélt áfram að tala. Var þetta hinn raunverulegi Hannes Hólmsteinn? Seinna um daginn hlustaði ég á upptöku af viðtalinu og heyrði þá að þetta var hann í raun og sann. Það sem verra var; honum var alvara. Hannes vildi meina að kapítal-isminn hér á landi hefði ekki verið slæmur heldur hefðu kapítalistarnir hér ekki verið nægilega góðir. Voru kommarnir ekki búnir að nota þessa afsökun? Hins vegar var ég sammála Hannesi þegar hann ræddi um að koma þyrfti í veg fyrir að bankarnir hirtu gróðann þegar vel áraði en látið ríkið hirða tapið þegar herti að. Ég samsinnti því einnig þegar Hannes sagði að regluverki bankanna yrði að breyta þannig að þeir þjónuðu almannahagsmunum. „Já, svona eins og ríkisbankarnir gerðu hér um árið," hugsaði ég dreymin. En já, já. Eins og maðurinn sagði, þá var þetta öllum að kenna - nema Davíð vitanlega. Þjóðin missti taumhaldið og kunni sér ekki hóf. Ég vona að fólk í störfum sem eru svo illa launuð að það telur sér jafnvel betur borgið á bótum en á launum, hafi tekið þetta til sín. Fólk sem veltir fyrir sér hverri krónu í heimilisbókhaldinu, hvort það hafi efni á að koma börnum sínum í gæslu og þarf að sýna strangt aðhald til að hafa efni á skólabókum. Þetta fólk kunni sér greinilega ekki hóf. Samt var það þetta fólk sem ekki fékk launahækkanir í góðærinu, því ráðamenn og verkalýðsleiðtogar töldu að þá færi verðbólgan af stað með tilheyrandi hörmungum. Svei ykkur og kunnið ykkur hóf næst! Já, og hlustið á Davíð.
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun