Tiger Woods hafði leikið einstaklega vel fyrstu tvo dagana á mótinu í Melbourne en snillingnum fataðist flugið í nótt.
Hann var með þriggja högga forskot fyrir þriðja daginn en spilaði á 72 höggum og missti forskotið.
Hann er nú jafn Greg Chalmers og James Nitties á tíu höggum undir pari fyrir síðasta daginn.