Refsing handa réttum aðila 13. júní 2009 00:01 Rannsóknir benda til að einn algengasti ofbeldisverknaður hér á landi sé heimilisofbeldi. Samkvæmt þeim niðurstöðum ætti hvert okkar að þekkja þó nokkuð marga sem orðið hafa fyrir þess konar ofbeldi. Af hverju svo er ekki ætti að segja okkur aðra sögu – þá sögu, sem sönn er, að um leið er þetta eitt besta falda leyndarmál hvers heimilis. Sérhvert okkar getur hjálpað til við að færa þetta ástand til betri vegar. Það er ástæða fyrir því að vandamálið er falið. Við sjáum það í hverju ofbeldismálinu á fætur öðru þar sem konur reyna að koma fram og segja frá því ofbeldi sem þær urðu fyrir undir nafni. Gerendur grípa aftur og aftur til þess sama. Konurnar eru kallaðar geðveikar. Lygnar. Móðursjúkar. Þolendur leggja æru sína undir fari þeir fram með frásögn. Nýlegt dæmi sáum við í Sjálfstæðu fólki þegar þolandi kynferðisofbeldis sagðist hafa á endanum flúið land eftir að hafa komið fram með mál sitt. Það er eitt að verða fyrir miklu ofbeldi. Það er langt ferli að vinna úr ofbeldi, viðurkenna það fyrir sjálfum sér, segja frá því og sætta sig við það. Gerendur í þessum málum, sem sjaldnast viðurkenna sök, eiga mun fljótlegra verk fyrir höndum – að grípa til velþekktra klisja – um að konan sé snar. Samkvæmt fagaðila sem unnið hafa með heimilisofbeldi – er slíkt einn algengasti mótleikurinn. Konur hafa verið hvattar til að stíga fram og segja frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Láta það ekki líðast. Ég spyr mig hvort ekki þurfi að vinna þetta á breiðari grundvelli – alls samfélagsins. Ef við viljum fá konur til að stíga fram og segja frá þarf jarðvegurinn að vera upplýstari. Það á ekki að vera jafn áhættusamt verk fyrir konu að koma fram og segja frá ofbeldi. Við þurfum að snúa dæminu við og hætta að refsa þeim konum sem verða fyrir ofbeldi fyrir að þegja það ekki í hel. Refsingin á að vera til handa gerendunum. Það er því nauðsynlegt að byrja á tveimur staðreyndum í þessum viðkvæmu málum. Gerendur, sem ekki vilja gangast við að hafa beitt ofbeldi á heimili, bera geðveiki og klikkun konunnar jafnan fyrir sig. Hin staðreyndin er sú að það er afar fátítt að konur ljúgi til í svona málum. Og samkvæmt talsmönnum Kvennaathvarfsins koma slík mál sjaldan upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Rannsóknir benda til að einn algengasti ofbeldisverknaður hér á landi sé heimilisofbeldi. Samkvæmt þeim niðurstöðum ætti hvert okkar að þekkja þó nokkuð marga sem orðið hafa fyrir þess konar ofbeldi. Af hverju svo er ekki ætti að segja okkur aðra sögu – þá sögu, sem sönn er, að um leið er þetta eitt besta falda leyndarmál hvers heimilis. Sérhvert okkar getur hjálpað til við að færa þetta ástand til betri vegar. Það er ástæða fyrir því að vandamálið er falið. Við sjáum það í hverju ofbeldismálinu á fætur öðru þar sem konur reyna að koma fram og segja frá því ofbeldi sem þær urðu fyrir undir nafni. Gerendur grípa aftur og aftur til þess sama. Konurnar eru kallaðar geðveikar. Lygnar. Móðursjúkar. Þolendur leggja æru sína undir fari þeir fram með frásögn. Nýlegt dæmi sáum við í Sjálfstæðu fólki þegar þolandi kynferðisofbeldis sagðist hafa á endanum flúið land eftir að hafa komið fram með mál sitt. Það er eitt að verða fyrir miklu ofbeldi. Það er langt ferli að vinna úr ofbeldi, viðurkenna það fyrir sjálfum sér, segja frá því og sætta sig við það. Gerendur í þessum málum, sem sjaldnast viðurkenna sök, eiga mun fljótlegra verk fyrir höndum – að grípa til velþekktra klisja – um að konan sé snar. Samkvæmt fagaðila sem unnið hafa með heimilisofbeldi – er slíkt einn algengasti mótleikurinn. Konur hafa verið hvattar til að stíga fram og segja frá ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir. Láta það ekki líðast. Ég spyr mig hvort ekki þurfi að vinna þetta á breiðari grundvelli – alls samfélagsins. Ef við viljum fá konur til að stíga fram og segja frá þarf jarðvegurinn að vera upplýstari. Það á ekki að vera jafn áhættusamt verk fyrir konu að koma fram og segja frá ofbeldi. Við þurfum að snúa dæminu við og hætta að refsa þeim konum sem verða fyrir ofbeldi fyrir að þegja það ekki í hel. Refsingin á að vera til handa gerendunum. Það er því nauðsynlegt að byrja á tveimur staðreyndum í þessum viðkvæmu málum. Gerendur, sem ekki vilja gangast við að hafa beitt ofbeldi á heimili, bera geðveiki og klikkun konunnar jafnan fyrir sig. Hin staðreyndin er sú að það er afar fátítt að konur ljúgi til í svona málum. Og samkvæmt talsmönnum Kvennaathvarfsins koma slík mál sjaldan upp.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun