Íslenski boltinn

Sverrir: Við áttum engin svör við þeirra leik

Ómar Þorgeirsson skrifar
Sverrir Garðarsson.
Sverrir Garðarsson. Mynd/E. Stefán

„Stundum verður maður bara að játa sig sigraðan og reyna að draga einhvern lærdóm af þessu. FK Aktobe sundurspilaði okkur hreinlega í síðari hálfleik og við áttum engin svör við þeirra leik," segir Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson í leikslok á Kaplakrikavelli eftir 0-4 tap FH gegn FK Aktobe í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

„Rauða spjaldið hafði auðvitað sín áhrif á niðurstöðuna en fyrir utan það þá vorum við bara ekki að spila nógu vel sem lið. Við vorum að hlaupa út um allan völl en menn voru ekki að bakka hvorn annan nógu vel upp og móti svona liði sem spilar mikið af þríhyringum og er gott í að skipta boltanum kantanna á milli þá er manni bara refsað.

Við fórum kannski fram úr okkur í seinni hálfleik en hvað getur maður sagt eftir svona. Skítur skeður," segir Sverrir.

Sverrir viðurkennir að róðurinn sé erfiður fyrir seinni leik liðanna eftir viku á heimavelli FK Aktobe en er ekki tilbúinn að leggja árar í bát.

„Við erum með leikmenn sem eru búnir að spila marga Evrópuleiki og við vitum sjálfir að við eigum auðvitað að geta miklu betur. Við erum með næga reynslu til þess að mæta í seinni leikinn og spila okkar bolta og vera með sjálfstraust. Eigum við ekki bara að segja 0-4 í seinni leiknum og síðan tökum við þetta í vító," segir Sverrir.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×