Viðskiptasiðferðið Jón Kaldal skrifar 23. maí 2009 00:01 Hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa? Hvernig verða örlög þeirra ákveðin? Þessar spurningar voru á meðal þeirra allra fyrstu sem vöknuðu þegar stærstu viðskiptabankar landsins færðust undir stjórn ríkisins fyrir ríflega sjö mánuðum. Innan við viku frá setningu neyðarlaganna var þeim meðal annars varpað fram hér á þessum stað. Þá þegar lá fyrir að nýju ríkisbankarnir hefðu framtíð fjölda fyrirtækja í höndum sér, allt frá þeim smæstu til þeirra allra stærstu. Samhliða þessum spurningum voru stjórnvöld brýnd til þess að ganga hratt til verks og marka skýrar, samræmdar opinberar reglur um fyrirgreiðslu og meðhöndlun bankanna á illa stöddum fyrirtækjum. Þáverandi ríkisstjórn kom því ekki í verk, frekar en mörgu öðru. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert það heldur. Ríkisbankarnir hafa vissulega sett sér verklagsreglur hver fyrir sig. Þær eru hins vegar leiðbeinandi og þeim fylgja fyrirvarar um huglægt mat. Það er sem sagt verulegt svigrúm til að meta hvert tilfelli á all mismunandi hátt ef því er að skipta. Nú er það skiljanlegt að bankarnir vilji hafa sem frjálsastar hendur við þessa meðferð, en það liggur líka í augum uppi að rúmar ósamræmdar reglur og huglægt mat býður upp á að fyrirtæki, sem telja sig vera í svipaðri stöðu, geta fengið mjög misjafna fyrirgreiðslu eftir því hvaða ríkisbanki á í hlut, og jafnvel innan sama bankans. Slíkar aðstæður eru auðvitað frjór jarðvegur fyrir spillingu og almennt vont viðskiptasiðferði. Núverandi ríkisstjórn virðist gera sér grein fyrir þessari stöðu því í stjórnarsáttmálanum er kafli um úrlausn á skuldavanda fyrirtækja. Mesta athygli og umfjöllun hefur fengið frumvarpið um eignaumsýslufélag ríkisins, en það á að halda utan um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, til dæmis á sviði fjarskipta og samgangna. Minna hefur farið fyrir umræðu um þann hluta kaflans sem fjallar um smærri og meðalstór fyrirtæki. Þar kemur fram að ríkisstjórnin ætlar einmitt að beita sér fyrir því að ríkisbankarnir móti samræmda áætlun um hvernig brugðist verði við skuldavanda fyrirtækja. „Leiðarljós hennar á að vera að skuldameðferð fyrirtækja verði skjót, réttlát, gegnsæ og hagkvæm og í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar reglur", eins og það er orðað. Þetta eru verðug og góð markmið. Vandamálið er hins vegar að ríkisstjórnin hyggst gefa sér tíma allt fram til septemberloka að ljúka þessari vinnu. Það er ekki ásættanlegt. Þá verður ár liðið frá hruni bankanna. Atvinnulífið þolir ekki biðina. Það verður að vera forgangsmál að ljúka þessari vinnu og leggja ríkisbönkunum samræmdar reglur. Bankarnir mega til dæmis ekki einblína á að halda öllum fyrirtækjum á lífi, sem þeir þurfa að leysa til sín, í þeim eina tilgangi að selja þau aftur og reyna að fá sem hæst verð. Eins og hér hefur áður verið bent á hefur íslenskt efnahagslíf minnkað um margar stærðir og þar með eftirspurn eftir ýmsum vörum og þjónustu. Ríkisbankarnir verða að láta þau fyrirtæki fara á hausinn sem geta ekki sýnt fram á jákvætt sjóðsstreymi. Það skekkir alla samkeppni að framlengja tilveru fyrirtækja sem eru ekki verðmætaskapandi. Og það veikir ekki aðeins markaðinn heldur líka getu bankanna til þess að sinna vaxtarsprotum og fyrirtækjum sem eru að berjast við að halda sjó. Við erum þegar farin að sjá bankana valda slíku tjóni. Það verður að stöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Hvaða fyrirtæki munu deyja og hver fá að lifa? Hvernig verða örlög þeirra ákveðin? Þessar spurningar voru á meðal þeirra allra fyrstu sem vöknuðu þegar stærstu viðskiptabankar landsins færðust undir stjórn ríkisins fyrir ríflega sjö mánuðum. Innan við viku frá setningu neyðarlaganna var þeim meðal annars varpað fram hér á þessum stað. Þá þegar lá fyrir að nýju ríkisbankarnir hefðu framtíð fjölda fyrirtækja í höndum sér, allt frá þeim smæstu til þeirra allra stærstu. Samhliða þessum spurningum voru stjórnvöld brýnd til þess að ganga hratt til verks og marka skýrar, samræmdar opinberar reglur um fyrirgreiðslu og meðhöndlun bankanna á illa stöddum fyrirtækjum. Þáverandi ríkisstjórn kom því ekki í verk, frekar en mörgu öðru. Núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert það heldur. Ríkisbankarnir hafa vissulega sett sér verklagsreglur hver fyrir sig. Þær eru hins vegar leiðbeinandi og þeim fylgja fyrirvarar um huglægt mat. Það er sem sagt verulegt svigrúm til að meta hvert tilfelli á all mismunandi hátt ef því er að skipta. Nú er það skiljanlegt að bankarnir vilji hafa sem frjálsastar hendur við þessa meðferð, en það liggur líka í augum uppi að rúmar ósamræmdar reglur og huglægt mat býður upp á að fyrirtæki, sem telja sig vera í svipaðri stöðu, geta fengið mjög misjafna fyrirgreiðslu eftir því hvaða ríkisbanki á í hlut, og jafnvel innan sama bankans. Slíkar aðstæður eru auðvitað frjór jarðvegur fyrir spillingu og almennt vont viðskiptasiðferði. Núverandi ríkisstjórn virðist gera sér grein fyrir þessari stöðu því í stjórnarsáttmálanum er kafli um úrlausn á skuldavanda fyrirtækja. Mesta athygli og umfjöllun hefur fengið frumvarpið um eignaumsýslufélag ríkisins, en það á að halda utan um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, til dæmis á sviði fjarskipta og samgangna. Minna hefur farið fyrir umræðu um þann hluta kaflans sem fjallar um smærri og meðalstór fyrirtæki. Þar kemur fram að ríkisstjórnin ætlar einmitt að beita sér fyrir því að ríkisbankarnir móti samræmda áætlun um hvernig brugðist verði við skuldavanda fyrirtækja. „Leiðarljós hennar á að vera að skuldameðferð fyrirtækja verði skjót, réttlát, gegnsæ og hagkvæm og í samræmi við alþjóðlega viðurkenndar reglur", eins og það er orðað. Þetta eru verðug og góð markmið. Vandamálið er hins vegar að ríkisstjórnin hyggst gefa sér tíma allt fram til septemberloka að ljúka þessari vinnu. Það er ekki ásættanlegt. Þá verður ár liðið frá hruni bankanna. Atvinnulífið þolir ekki biðina. Það verður að vera forgangsmál að ljúka þessari vinnu og leggja ríkisbönkunum samræmdar reglur. Bankarnir mega til dæmis ekki einblína á að halda öllum fyrirtækjum á lífi, sem þeir þurfa að leysa til sín, í þeim eina tilgangi að selja þau aftur og reyna að fá sem hæst verð. Eins og hér hefur áður verið bent á hefur íslenskt efnahagslíf minnkað um margar stærðir og þar með eftirspurn eftir ýmsum vörum og þjónustu. Ríkisbankarnir verða að láta þau fyrirtæki fara á hausinn sem geta ekki sýnt fram á jákvætt sjóðsstreymi. Það skekkir alla samkeppni að framlengja tilveru fyrirtækja sem eru ekki verðmætaskapandi. Og það veikir ekki aðeins markaðinn heldur líka getu bankanna til þess að sinna vaxtarsprotum og fyrirtækjum sem eru að berjast við að halda sjó. Við erum þegar farin að sjá bankana valda slíku tjóni. Það verður að stöðva.